Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 46

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 46
NÝ FLUGVÉL Nýlega bættist íslenzka flugflotanum ný flugvél, Aero 45, smíðuð í Tékkóslóvakíu. Eigandi flugvélar- innar er Sigurður Ólafsson flugmaður hjá Loftleið- um h.f., og flaug Sigurður vélinni heim frá Tékkó- slóvakíu einn síns liðs. Mun hann vera eini íslenzki flugmaðurinn, sem flogið hefur einn síns liðs yfir hafið, og þætti flestum slíkt vafalaust einmanalegt. Sigurður hefur góðfúslega orðið við óskum Flugs, að segja lesendum í stuttu máli frá flugferðinni heim, og fer ágrip hans hér á eftir. „Aero 45 er fjögurra sæta flugvél með tveim 105 hestafla loftkældum Walter Minor hreyflum og skiptiskrúfum. Hámarksflughraði er 177 mílur á klst., meðalhraði 152 mílur á klst. og lendingar- hraði 50 mílur á klst. Flugþol er 3]/2 klst. (530 míl- ur). Ég lagði upp í flugferð mína frá Prag föstudag- inn 4. febrúar. Ferðinni var heitið til Núrnberg í Vestur-Þýzkalandi og síðan til Danmerkur, þar sem áætlað var að setja radíótæki í flugvélina. Veðrið fyrir flugleiðina Prag—Núrnberg var mjög vafasamt \egna þess, hve lágskýjað var og víða þoka. Mér var heimilt að fljúga aðeins eina ákveðna leið frá Prag til Núrnberg. Þegar ég átti eftir um það bil fimm- tíu mínútna flug að landamærunum, varð ég að snúa við til Prag vegna þoku. Mér var ekki heimilt að fljúga í skýjum eða ofar skýjum vegna þess, að engin radiótæki voru í flugvélinni. Ég var því mjög dapur í bragði yfir því að þurfa að snúa við, en ég átti því miður ekki annars kost. Morgunin eftir var hellirigning og slæmt skyggni, en úr þessu rættist vonum frani- ar, og kl. 11 um morguninn gat ég lagt af stað að nýju. Þegar ég kom að landamærunum, var þar snjókoma og lélegt skyggni, svo að ég varð að hringsóla við landamærabæinn Eger (sem var mitt sáluhlið) í von um, að élinu myndi slota, og reynd- ist það svo, sem betur fór. Það var mjög hvasst á þessu svæði, 8—9 vindstig, og varð ég að draga mjög úr hraða vélarinnar vegna kviku í loftinu. Ég varð öðru hvoru að sveigja nokkuð af leið vegna úrkomu og lélegs skyggnis, og lenti á ákvörðunai- stað, sem var Núrnberg eftir 4i/2 kls. flug frá Prag. Næsta dag (sunnudaginn 6. febrúar, varð ég að halda kyrru fyrir vegna þoku. Mánudaginn 7. febrúar flaug ég til Kaupmannahafnar í góðu veðri og kom þangað eftir 2y2 klst. flug. Ég var í Kaup- mannahöfn í 6 daga, þar sem radíótæki voru sett í vélina. Sunnudaginn 13. febrúar lagði ég af stað frá Kaupmannahöfn til Prestvíkur og gekk ferðin yfir Norðursjó til Skotlandsstrandar vel að öðru leyti en því, að ég fékk mótvind í stað meðvindar, sein veðurstofan í Kaupmananhöfn reiknaði með að ég myndi hafa á þessari leið. Þegar ég átti eftir 25 mín. flug til Piestvíkur, varð truflun á báðum hrevflunum og varð ég að nauðlenda eins og sagt hefur verið frá annars staðar. Ég varð að bíða hag- stæðs veðurs í Prestvík, og eftir fjögurra daga bið, sunnudaginn 20. febrúar, flaug ég í einum áfanga frá Prestvík til Reykjavíkur með Hornafjörð sem varavöll. Veðrið á leiðinni var mjög ákjósanlegt og ferð- in gekk ágætlega, ég var 6 klst. og 50 mín. á leið- inni, og þar með var þessu ferjuflugi mínu lokið.“ 44 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.