Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 21

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 21
Ralsjártœkin á Akureyri: Ratsjáin. „Flugmálastjórnin rak sjálf sendistöð á Rjúpna- hæð frá 1946, en nú er fjarskiptaþjónustan í hönd um Landssíma íslands í umboði Flugmálastjórn- arinnar og er miðstöð fjarskiptanna í Gufunesi. Fjarskiptakerfið innanlands hefur verið að mótast á undanförnum árum, en allar framkvæmdir í þeim efnurn eru mjög fjárfrekar. Á árunurn 1946—48 voru settar upp litlar fjarskiptastöðar á helztu við- komustöðum í innanlandsflugi, en það er ekki fyrr en 1951, sem verulegur skriður kemst á þessi mál. Þá voru fengnir liingað sérfræðingar frá ICAO og var fyrir þeim G. E. Goudie verkfræðingur. Með honum störfuðu þrír útlendir sérfræðingar og unnu þessir menn sleitulaust í tvö ár við að koma upp fullkomnu leiðsögukerfi með radíóvitum og talstöðvum á helztu viðkomustöðum. Þessir sér- fræðingar keyptu fyrir okkur miklar birgðir af nýjum og notuðum radíó-senditækjum og yfirfóru þau og endurbættu og settu þau síðan upp á Ak- ureyri, Egilsstöðum, Sauðárkróki og í Vestmanna- eyjum, en fullkominn stefnuviti hafði verið settur upp á Seltjarnarnesi 1948, en Goudie og menn hans endurbættu þann vita og settu upp varasendi þar. Eftir að sérfræðingar þessir fóru, hafa verið sett upp fjarskiptatæki á ísafirði, Blönduósi og í Bol- ungavík og á Eyrarbakka, og í vor verður lokið við að setja upp radíóvita á Höfn í Hornafirði. Þá eru einnig litlir radíóvitar í Skagafirði, Eyjafirði og á Héraði. Meðan ICAO-nefndin starfaði hér var unn- ið eins mikið að þessum málum á tæpurn tveimur árum og venjulega hefði verið gert á 5—7 árum. Með þessum sérfræðingum störfuðu tveir íslendingar, þeir Guðjón Tómasson og Ingólfur Bjargmunds- son og hafa þeir síðan séð um viðhald radíóvit- anna, Ingólfur á norðursvæðinu og Guðjón á suð- ursvæðinu." Hverju hlutverki hafa pessi i fjarskiptatœki að gegna? „Þegar radíóvitar voru komnir upp á helztu við- komustöðum hér á landi, var hægt að koma á föstu flugleiðakerfi í innanlandsflugi og hefur það aukið stórlega öryggi flugsins og einnig er hægt að fljúga miklu oftar en áður, því að nú eru vélarnar ekki eins háðar veðri og áður. Nú er flog- ið milli radíóvitanna, en áður þurfti flugmaður- inn að velja heppilegustu flugleið með tilliti til veðurs.“ Hvað er að segja um aðrar framkvcemdir í pess- um málum? „Þær eru að sjálfsögðu margvíslegar, en hér næg- ir aðeins að drepa á, að á Akureyri er aðalfjar- Ratsjártcekin á Akureyri: Loftnetsút- búnaður.

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.