Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 36

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 36
ViÖtal við Bjarna Jensson y íirilugumsjónarmann Bjarni Jensson. Bjarni Jensson yfirflugumsjónarmaður á Kefla- víkurflugvelli varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945, stundaði síðan nám í lög- fræði við Háskóla íslands um fjögurra ára skeið. Eins og margir námsmenn vann hann á sumrin og sumarið 1949 réðst hann til Lockheed Aircraft Overseas Corporation sem aðstoðar-flugumsjónar- maður og ílengdist í því starfi. Var honum boðið að fara til Bandaríkjanna haustið 1949 til frekara nánts í flugumsjónarfræðum og dvaldist vestra frá því snemma vetrar 1949 fram á sumar 1950. Er heim kom tók Bjarni aftur við starfi hjá LAOC sem flugumsjónarmaður, en réðist til Flugmála- stjórnarinnar sumarið 1951. Hefir Bjarni síðan verið deildarstjóri í flugumsjón þar. Þess má geta, að Bjarni og Guðjón Bjarnason voru fyrstu íslencl- ingarnir, sem lærðu flugumsjón. Við hvað er átt með flugumsjón og hvernig er því starfi háttað? „Við flugumsjón á Kefiavíkurflugvelli starfa fimm flugumsjónarmenn og fjórir aðstoðarmenn þeirra. Eru 3 menn á verði í einu. Starf þessarar deildar er í stórum dráttum í því fólgið að veita flugfélögum og stjórnendum einstakra flugvéla alla þá aðstoð, sem má þeim að gagni korna vegna við- konm á Keflavíkurflugvelli. Þessu verður kannske Jrekkingu og starfshæfni starfsbræðra þeirra erlend- is, eftir því sem ég hefi kynnzt. Ég vil að lokum segja það, að frá því að íslendingar hófu starfsemi sína á Keflavíkurflugvelli höfum við verið mjög láns- samir, því J)ar hefir ekki orðið neitt stórvægilegt slys á farþegaflugvélum.“ h. bezt lýst með því að lýsa Jrví hvernig starfinu er háttað við einstaka flugvél, við skulum til dæmis segja að hún sé frá Pan American félaginu á leið frá Lundúnum til New York og sé kölluð „FLIGHT PAA 101“. A hverjum degi fyrir há- degi reiknum við út á háloftakortum fljótustu og hagkvæmustu flugleið frá Keflavík til New York og sendum þær upplýsingar flugumsjónarmönnum Pan American í Lundúnum ásamt upplýsingum um ástand flugbrauta, lendingarskilyrði í Kefla- vík, stefnuvita, radíótæki o. fl. Flugumsjónarmenn Pan American ákveða Jtá flugleið „FLIGHT PAA 101“. Um leið og vélin leggur af stað frá Lundún- um er áhöfninni sent skeyti með lendingarspá fyrir Keflavík á áætluðum komutíma og er þar greint frá skýjahæð, skyggni, vindhraða og stefnu og ítrek- aðar þýðingarmiklar upplýsingar um völlinn sjálfan. Meðan vélin er á leiðinni til íslands þarf að reikna út flugáætlun fyrir leiðina Keflavík — New York. Veljum við þá beztu og skjótförnustu llugleið og er Jtá einkum tekið tillit til vinda á leiðinni." Hvernig er háttað vindum á Atlanzhafi? „Vestanátt er ríkjandi vindátt á norðanverðu Atlanzhafi allt norður undir 60° norðlægrar breidd- ar og orsakast það af ferðum lægða norðan við vind- beltið. Með }>ví að hafa viðkomu í Keflavík og fljúga síðan fyrir norðan þetta vindabelti allt norð- ur yfir Grænlandsjökul og Norður-Labrador kom- ast vélarnar norður fyrir lægðirnar og fá þá með- vind í stað mikils mótvinds á leiðinni frá Bret- landi til Nýfundnalands. Þetta er í rauninni megin- ástæða þess, að flugfélögin leggja æ meiri áherzlu 34 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.