Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 16

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 16
skömmu, en það var í fyrsta skipti sem íslending- ur flýgur einn síns liðs yfir Atlanzhaf. Eins og ég sagði, átti F. í. 4 flugvélar og Loft- leiðir áttu tvær um það leyti, sem Flugmálastjórn- in tók til starfa. Seinna á því ári komu fyrst.u tvær kennsluflugvélarnar og var þá flugvélaeign lands- nranna 8 flugvélar.“ Hver er svo orðin flugvélaeignin nú? „Frá upphafi hafa verið gefin út 85 skrásetning- arskírteini fyrir íslenzkar flugvélar, sumar þeirra hafa verið seldar úr landi, aðrar gengið úr sér og enn aðrar týnzt. Við síðustu áramót áttu íslend- ingar 42 flugvélar, sem skiptast þannig: „Flugfélag íslands 11, Loftleiðir 2, flugmálastjórnin 2, Flug- skólinn Þytur 6, og í einkaeign 21. Þá eru og til 11 svifflugur, 7 í eigu Svifflugfélags íslands, 3 á Svifflugfélag Akureyrar og ein er í einkaeigu. A árinu 1954 bættust 9 flugvélar við flugflota íslend- inga og fyrir skömmu sú tíunda, vél Sigurðar Ól- afssonar, þannig að nú eiga íslendingar 43 flug- vélar.“ Ncest spyrjum. vér um útgáfu skirteina til flug- liðsmanna. „Þar má rekja þróunarsögu íslenzkra ílugmála með nokkrum tölum. 15. marz 1945 höfðu verið gefin út 10 skírteini til flugmanna, en engin til annarra flugliða. Um síðustu áramót höfðu hins vegar verið gefin út alls 328 skírteini til flugliðs- manna með ýmsum réttindum og iskiptast þau þannig: Atvinnuflugmenn, þar með taldir flugstjór- ar, 97, einkaflugmenn 83, flugnemar, sem ekki hafa lokið prófi 57, flugvirkjar 54, flugleiðsögumenn 6, flugloftskeytamenn 13 og flugumferðarstjórar 18.“ Þá erum við komnir að loftferðaeftirlitinu og Sigurður skýrir þannig frá starfsemi þess: „Meginverkefni þess er að hafa fullkomið eftir- lit með lofthæfni þeirra flugvéla, sem við eigum. Fyrsti eftirlitsmaður af hálfu hins opinbera var Axel Kristjánsson, sem nú er forstjóri RAFHA, en um miðjan vetur 1949 fengum við í þjónustu okk- ar eftirlitsmann frá Air Registration Board í Bret- landi, eða loftferðaeftirlitinu brezka, R. T. Wall að nafni. Hann starfaði hér fram til 1951, þá kom annar Breti, Riall að nafni, en R. T. Wall tók aftur við af honum sumarið 1952 og hefur starfað hér síðan og unnið hið ágætasta starf. Það má geta þess í sambandi við loftferðaeftirlitið og skírtein- in til flugliða, að fluglögin frá 1929 voru að ýmsu leyti orðin úrelt. Það var því eitt fyrsta verkefni okkar, að semja reglugerð um fluglið, sem fékk fulla staðfestingu í nóvember 1949, en franr að þeim tíma var stuðzt við samþykktir PICAO, senr var undanfari ICAO. í þessari reglugerð er tekið fram, hverja almenna menntun, sérmenntun, þekk- ingu og reynslu hver flugliði þarf að hafa í sinni grein. Hér má bæta því við, að mjög strangt eftir- lit er haft með lreilbrigðisástandi flugliða og lröf- um við sérstakan trúnaðarlækni, sem frá upphaíi hefur verið Bergsveinn Ólafsson læknir. Flugstjór- ar í atvinnuflugi með meira prófi verða að skila læknisvottorði á sex mánaða fresti og allir aðrir flugliðar einu sinni á ári til að halda réttindum sínum. Þess utan verða allir flugliðar að sanna það, að á þessu tímabili hafi þeir haldið flugleikni sinni. Hver flugmaður hefur sérstaka dagbók, eða flugbók, eins og við köllum það, og þar færir hann inn allar flugferðir sínar og þessar bækur þurfum við að kanna hverju sinni.“ Hvað er helzt að segja um flugketinsluna? „Áður fyrr þurltu íslenzkir flugmenn að leita út fyrir landsteinana til þess að afla sér menntun- ar í sinni grein, en nú hefur aðstaðan stórbatnað, því flugkennslan er komin inn í landið, því fastur flugskóli er starfandi í Reykjavík, Flugskólinn Þytur. Áður störfuðu hér tveir flugskólar aðrir, en þeir eru nú liættir. Eftirlit með flugkennslunni er eitt af verkefnum Loftferðaeftirlits ríkisins.“ Hvað er svo að segja um aðra þœtti í starfsemi þessarar deildar? „Ekki má gleyma rannsókn flugslysa. Rannsókn flugslysa er veigamikill þáttur í öllu öryggi í flugi. Þegar slys verður, þarf að reyna að komast fvrir or- sakir þess hið allra fyrsta til þess að koma í veg fyrir að fleiri slík slys verði, ef um er að kenna veilum í flugvélum, eða öðru, sem hægt er að lag- færa í öðrum flugvélum. Rannsókn flugslysa getur verið mjög umfangsmikið starf og fer það að sjálf- sögðu eftir atvikum. í árslok 1951 hlaut ég náms- styrk hjá ICAO til þess að kynna mér tilhögun á rannsókn flugslysa hjá bandarísku flugmálastjórn- inni. Dvaldist ég þá þrjá mánuði í Bandaríkjun- um og árið 1953 fór ég sömu erinda til Bretlands og var þá þrjá mánuði hjá brezku flugmálastjórn- inni, en starfshættir við rannsókn flugslysa eru ekki alveg eins í báðum löndunum." Hvernig er rannsóknarstarfinu hagað hérlendis? „Þegar flugslys verður, er það flugmálastjórn þess lands, sem slysið verður í, sem ber ábyrgð á rannsókninni. Hérlendis þurfum við því að rann- saka öll flugslys, ekki aðeins á íslenzkum flug- vélum, heldur einnig erlendum vélum, sem verða fyrir slysum hér. Fulltrúa flugmálastjórnar þess 14 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.