Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 28

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 28
Rabbað víð Guðinuntl Guðmunils~ sun slöliliviliðsstjóra Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, hefur starfað hjá Ffugmála- stjórninni frá fO. apríl 1946 og verið slökkviliðs- stjóri frá Í948. Árið Í946 ráku Bretar slökkvistöð- ina á veliinum, en þá strax var hafinn undirbún- ingur að því að íslendingar tækju við rekstii slökkvistöðvarinnar. Vér spyrjum Guðmund fyrst um starfsliðið og tilhögun eldvarna á veiiinum. „Fram tii 1953 voru 6 slökkviiiðsmenn fastráðn- ir, en á því ári var tekin upp meiri samvinna milli slökkviliðsins og sjóflughafnarinnar. Er nú sá hátt- ur hafður á, að um miðjan september kemur starfs- lið sjóflughafnarinnar á slökkvistöðina og vinnur þar fram undir miðjan maí, eða þann tíma, sem bátur er ekki hafður á ffoti í sjóflughöfninni. Þetta er gert til þess að nýta mannafiann sem bezt.“ Hvernig er hagað skiptingu í vökur? „Frá Í946—1952 var aðeins einn maður á nætur- vöku og tveir á dagvöku, en eftir að samvinna hófst við sjóflughöfnina, eru hafðir tveir menn á vöku allan sólarhringinn og auk þess slökkviliðsstjóri að deginum til. Að sumrinu eru 3 á vöku, 2 á stöð- inni og einn í sjóflughöfninni og vinna þeir saman eftir þörfum.“ Hvaða tœkjum er slökkvilið vallarins búið? „Við höfum þrjá bíla, tveir eru af Mack-gerð frá 1941 og eru þeir búnir stimpildælum og hafa hvor 300 gallona vatnsgeymi og froðublandara. Annar bílanna var til skamms tíma búinn talstöð, sem nú er ónýt, og er beðið eftir nýrri, en talstöð er ómiss- andi, svo að hægt sé að láta vita, hvað gerzt hefur eða ef á meiri hjálp þarf að halda. Þá höfum við einn- ig Bedford-bíl frá 1940, sem er með vatnsgeymi, sem tekur 4 lestir og er hann búinn svokallaðri framádælu, sem dælir með 250 punda þrýstingi á ferþumlung. Loks eru svo tvær slökkvidælur af Coventry Climax gerð.“ Guðmundur Guðmundsson. Hvernig er húsakostur slökkvistöðvarinnar? „Hann hefur verið lélegur alveg fram til þessa. Við höfum eina stóra skemmu og hefur þar verið innréttuð geymsla fyrir bílana, sem er upphituð yfir veturinn, svo að bílarnir séu alltaf til taks. Svo höfum við svo til alla neðstu hæðina í flug- turninum, og þar höfurn við varðstofu, eldhús og snyrtiherbergi. Er nú aðbúnaður starfsfólksins miklu betri en áður var.“ Hvert er helzta verkefni slökkviliðsins? „Það er að vera öryggis- og björgunarlið vegna flugsins. Ef um eldsvoða í byggingum er að ræða á vellinum ,er fyrst gripið til slökkvitækja, sem við höfum komið fyrir þar. Annars reynist nú heldur erfitt að koma mönnum í skilning um, að slökkvi- tækin eigi að vera á áberandi stað og þurfum við að líta eftir að svo sé. Þetta er því verra þegar tekið er tillit til þess, að eldhætta er alls staðar mikil í þessum byggingum á vellinum. Tvisvar árið 1951 urðu stórbrunar hér á vellinum og fengum við þá aðstoð slökkviliðs Reykjavíkur eins og gefur að skilja. Eins og ég sagði áðan, erum við björgunar- menn vegna flugsins og við höfum sérstakt súrefn- istæki, sem notað er, e£ menn fá andarteppu eða hálfkafna úr reyk. Þetta tæki hefur verið mikið notað og oft bjargað mannslífum. Fram á síðasta ár var þetta eina tækið af þessari gerð hér á landi og var því oft leitað til okkar og við beðnir um að hjálpa nauðstöddu fólki, börnum við fæðingu og fólki, sem átt hefur erfitt um andardrátt vegna ým- issa sjúkdóma. Mér er sérlega minnistætt, er tækið var eitt sinn í notkun í Vesturbænum við 5 ára barn. Þá var beðið um tækið frá 2 stöðum, en 26 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.