Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 44

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 44
hagnazt á útgerðinni. Það er einlæg ósk okkar, að gifta og heppni megi ávallt fylgja „Sólfaxa" á öllum leiðum yfir lönd og höf.“ Meðal farþega til Reykjavíkur í þessari fyrstu ferð Sólfaxa var jólasveinninn Kertasníkir, sem Flugfélag íslands hafði boðið í snögga ferð til Kaupmannahafnar. Var honum ákaft fagnað af yngstu kynslóðinni, þegar hann gekk niður land- ganginn. Fór jólasveinninn síðan upp í ræðustól og hafði með sér harmoníkuleikara og söng fyrir börnin. Að lokum úthlutaði hann verðlaunum eft- ir happdrættisnúmerum, er börnin fengu við inn- ganginn, en öllum börnunum, um 2000 talsins, var afhentur jólapoki áður en þau héldu heim. Sólfaxi var keyptur frá Noregi eins og áður er getið, og var hann áður í eigu Fred Olsen flug- félagsins. Áður en flugvélin kom hingað til lands höfðu farið fram breytingar á farþegarými hennar á verkstæði SAS í Kaupmannahöfn. M. a. voru sett- ir nýir stólar í hana, farþegarými smekklega klætt og hátalarakerfi komið fyrir í því. Sólfaxi er að öllu leyti vel búinn og traustur farkostur, sem hin- um íslenzka flugflota er mikill fengur í. FLUGFÉLAG ÍSLANDS BÆTIR VIÐ NÝJUM VIÐKOMUSTÖÐUM ERLENDIS. Sumaráætlun Flugfélags íslands gengur í gildi 1. maí n. k. Með auknum flugvélakosti er félaginu nú auðið að auka allverulega millilandaflugferð- ir í sumar. Teknar verða upp ferðir til Hamborg- ar og Stokkhólms, en Flugfélag íslands hefur ekki áður haldið uppi reglubundnum flugferðum til þessara staða. Verða farnar tvær ferðir í viku hverri til Hamborgar en ein ferð til Stokkhólms með við- komu í Ósló. Ráðgert er að fljúga þrisvar í viku til Kaupmannahafnar, en undanfarin sumur hafa verið farnar þangað tvær ferðir í viku. Til Bretlandseyja hefur aðeins verið um eina ferð að ræða í viku, en í sumar er í ráði að hafa ferðirnar tvær. Önnur verður til Glasgow og Lund- úna en hin til Glasgow og síðan áfram til Kaup- mannahafnar. Allt frá því að Flugfélag íslands hóf flugferðir til Skotlands fyrir næstum 10 árum, hafa flugvélar félagsins haft viðkomu á Prestvíkurflug- velli. Hefur Flugfélagið nú í hvggju að beina ferð- um sínum til Renfrewflugvallar við Glasgow í stað Prestvíkur, a. m. k. ylir sumarmánuðina. Miklar umbætur hafa nýlega verið gerðar á þessum flug- velli, sem er að ýmsu leyti betur staðsettur en Prest- vík. Hafa t. d. flugvélar, sem annast innanlands- flug í Bretlandi, viðkomu á Renfrew, og auðveld- ar það mjög allar samgöngur milli Skotlands og Lundúna. Flugfélag Islands mun hafa íslendinga í þjón- ustu sinni á öllum þeim stöðum erlendis, sem flog- ið verður til á sumri komanda. ÍSLENZKIR VERKFRÆÐINGAR HEIMSÆKJA KASTRU PFLU GV ÖLL. Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfélags íslands, hefur verið á Kastrupflugvelli við Kaupmanna- höfn frá því skömmu eftir áramót. Þar hefur verið framkvæmd á flugvélinni svonefnd 8000 tíma skoð- un, en alþjóðareglur mæla svo fyrir, að allsherjar- skoðun skuli fara fram á flugvélum, þegar þeim hefur verið flogið í 8000 klukkustundir. Nýlega bauð Flugl'élag íslands íslenzkum verk- fræðinemum, sem stunda framhaldsnám í Kaup- mannahöín, í kynnisferð til Kastrupflu^vallar. — Undir leiðsögn tveggja starfsmanna F. í., þeirra Birgis Þórhallssonar, sem veitir forstöðu skrifstofu félagsins í Höfn, og Ásgeirs Magnússonar vélvirkja, voru þeim sýndar ýmsar framkvæmdir á Gullfaxa, sem fram fara á verkstæðum SAS. Auk þess var ís- lenzku verkfræðinemunum boðið að skoða vélaverkstæði SAS í Kastrup, en þau eru talin einhver fullkomnustu í heimi. Að lokinni kynnisferðinni þáðu verkfræðinemarnir veit- ingar hjá Flugfléagi íslands, sem fram voru bornar í veit- ingasölum flugvallarins. /• Sólfaxi á Kastrup-flugvelli. 42 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.