Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 34
Guðjón Tómasson er deildarstjóri fyrir radíó-
verkstæði Flugmálastjórnarinnar. Hann starfaði
sem símvirki hjá Landssíma íslands og vann frá
1946 nær eingöngu í þágu flugmálastjórnarinnar.
Árið 1953 starfaði hann með sérfræðingum frá
ICAO undir stjórn Goudie verkfræðings við að
koma upp radíóvitum og radíókerfi um landt allt.
í árslok 1953 fór Guðjón til Bandaríkjanna ásamt
þeim Birni Jónssyni og Hauki Claessen, en þá slóð
fyrir alger bylting á skipulagi flugstjórnarinnar í
flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Kynntu þeir
sér nýjungar í fjarskiptamálunum og hvaða fyrir-
komulag myndi heppilegast hér. Frá ársbyrjun
1954 hefur Guðjón verið fastráðinn hjá flugmála-
stjórninni og haft yfirumsjón með viðgerðum og
viðhaldi fjarskiptatækjanna.
Vér spyrjum Guðjón fyrst um starfstilhögun í
deild hans.
„Á radíóverkstæðinu í Reykjavík eru 2 starfs-
menn og á Akureyri starfar e'inn maður við eftirlit
og viðhald radíótækja flugmálastjórnarinnar á
Norður- og Austurlandi. Ókkar starf er fyrst og
fremst viðhald og allar almennar viðgerðir á radíó-
vitum vegna flugsins. Nú hefur verið komið upp
12 radíóvitum, sem starfa allan sólarhringinn, þó
raunar sé um tvo radíóvita að ræða á hverjum
stað, sem hvor um sig er í gangi 12 tíma í einu.
Stefnuvitar eru tveir, annar í Keflavík, sem ekki
er á okkar vegum, en hinn á Seltjarnarnesi. Það er
viti fyrir allt aðflug í blindflugi til Reykjavíkur-
flugvallar. Þá má geta tveggja vita í viðbót. Eru
það svonefndir Marker-sendar, annar á Seltjarnar-
nesi og hinn á Eyrarbakka. Leiðbeina þeir flugvél-
um urn það, hvenær vélin er yfir ákveðnum stað.
Auk þessara aðalvita, eru 7 minni radíóvitar víða
um land og eru þeir teknir í notkun, þegar flug-
Guðjón Tómasson.
menn óska þess. Loks er svo ratsjártækið nýja á
Akureyri. Þeir, sem vinna við hvern radíóvita, sjá
sjálfir um viðgerðir og viðhald, en þó er nauðsyn-
legt að fara í eftirlitsferðir af og til, venjulega einu
sinni í mánuði, en við stefnuvitann á Seltjarnar-
nesi þarf að hafa reglulegt eftirlit tvisvar í viku.“
í hverju er önnur vinna ykkar fólgin?
„Mesta viðgerða- og viðhaldsvinnan er í flug-
stjórnarmiðstöðinni á Reykjavikurflugvelli. Þar er
mjög mikið af alls konar móttöku- og senditækjum.
Sum þeirra eru orðin nokkuð gömul og þurfa
mikils viðhalds með, en nú stendur til að endur-
nýja þau tæki og endurbæta eftir því, sem fjár-
magn leyfir. í þessu starfi er nauðsynlegt að hafa
radíóverkstæði, sem er búið margvíslegum mæli-
tækjum og fáum við sennilega meira af þeim áður
en langt um líður. Einnig þurfum við að hafa til-
tækar miklar birgðir af ýmis konar varahlutum,
þótt við fáum allmikið af þeim frá Landssímanum.
Auk þessara starfa þurfum við einnig að sjá um
viðgerð og viðhald tækja í tveimur flugvélum flug-
málastjórnarinnar."
Hvað er að segja um nýjar framkvæmdir i þess-
um fjarskiptamálum?
„Radíóverkstæðið þarf að sjá urn uppsetningu á
nýjum fjarskiptatækjum og frá því að sérfræðing-
ar ICAO fóru héðan, höfum við unnið við upp-
setningu nýrra tækja. Nú síðast er það radíóviti í
Höfn í Hornafirði, sem búið er að setja upp og
tekinn verður í notkun í vor, og í sumar er ráðgert
að setja upp radíóvita í grennd við Reykholt í
Borgarfirði."
32 - FLUG