Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 18

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Blaðsíða 18
ur hans um 3 milljónum króna á ári, en þar er ekki meðtalinn kostnaður við flugstjórnarmiðstöð- ina vegna alþjóðaflugs. Tekjur af rekstri vallarins nema um einni milljón króna á ári, og reksturs- kostnaður anarra flugvalla er um 5—600 þúsund krónur árlega. Til flugmálanna er veitt tiltölulega lítið á fjárlögum, eða um 3 millj. kr. á ári nokk- ur undanfarin ár til rekstursins og til verklegra framkvæmda í flugvallargerð 1,3 millj. kr., sem nú hefur verið hækkað í 1,8 milj. kr., og hrekkur sú fjárveiting skammt til þeirra framkvæmda, sem nauðsynlegar eru á ári hverju. Þessar fjárveitingar eru tiltölulega litlar miðað við fjárveitingar til ann- arra stofnana, sem að samgöngumálum vinna, eða aðeins þriðjungur af fjárveitingum til vita- og hafn- armála og aðeins áttundi hluti af fjárveitingu til vegamála, enda þótt allir viðurkenni nauðsyn flug- samgangna hérlendis." Hvar jcer þá flugmálastjórnin annað jé til hinna miklu framkvcemda sinna? „Við erum svo heppnir að hafa góðan tekjustofn þar sem Keflavíkurflugvöllur er. Fyrstu 3—4 árin höfðum við lítinn kostnað vegna vallarins, en 1951 tók flugmálastjórnin við flugþjónustunni þar og þá jókst kostnaður okkar. Þar á móti hefur um- ferðin um Keflavík aukizt stórlega og þá jafn- framt tekjur af vellinum. Völlurinn gerir miklu meira en að standa undir sér og skilar verulegum tekjum, og það er óhætt að segja það, að hefðu þær tekjur ekki komið til, hefði rekstur flugmálastjórn- arinnar vart orðið framkvæmanlegur. Flest undan- farin ár hefur rekstur flugmálanna staðizt áætlun nokkurn veginn og halli ekki verið meiri en þær 3 millj. kr., sem leyfðar eru. Tekjur hafa farið veru- lega fram úr áætlun og alþingi hefur heimilað að nota þær umframtekjur til verklegra framkvæmda. Segja má t. d., að hinn nýji flugvöllur á Akureyri sé að verulegu leyti byggður fyrir þetta fé. Á síð- asta ári námu útgjöld flugmálastjórnarinnar 11,5 til 12 millj. kr., en tekjurnar urðu 9 millj. kr. Tekjur af Keflavíkurflugvelli hafa farið sívaxandi og námu tæpl. 5 millj. kr. árið 1952, rúmlega 7,3 millj. 1935 og eru áætlaðar 7,8 millj. kr. á síðasta ári.“ Ncest spyrjum vér Gunnar um skýrslugerð Flug- málastjórnarinnar. „Það verður að teljast mjög mikilvægt að hafa sem ýtarlegastar skýrslur um alla starfsemina og er gengið frá ársskýrslu um flugmálin, ekki aðeins um starfsemi flugmálastjórnarinnar, heldur einnig um starfsemi íslenzku flugfélaganna. Til marks um vöxt og viðgang flugsins hérlendis á þeim 10 ár- um, sem flugmálastjórnin hefur starfað, má geta þess, að árið 1945 fluttu íslenzku flugfélögin 11.472 farþega, en á síðasta ári um 65 þúsund farþega. Þá má og geta þess, að árið 1950 voru lendingar á Keflavíkurflugvelli 1330, en 1945 um 2000. Þá er það ekki sízt mikilvægt, að geta sent ICAO nákvæm- ar og sundurliðaðar skýrslur um flugmálin hér- lendis og sérstaklega um flugfélögin. Hlutdeild okk- ar í kostnaði vð alþjóðaflugstjórn á Norður-Atlanz- hafi, sem hefur verið 10—17,5%, er reiknuð út eftir því hve margar flugferðir eru farnar í millilanda- flugi íslenzku flugfélaganna. Hvað er að segja um vörubirgðir flugmálastjórn- arinnar? „Um það get ég verið stuttorður og nægir að geta þess, að árlega eru keyptir inn varahlutir og ýmsar birgðir og efni til viðhalds fyrir um það bil eina milljón króna.“ „Hvað er helzt að segja um fjármálin í sambandi við alþjóða flugþjónustuna? „Samþykkt um rekstur ílugstjórnarmiðstöðvar- innar í Reykjavík og flugþjónustu í því sambandi var gerður 1946 og samningur um fjárhags- grundvöll þeirrar þjónustu var gerður 1948. ís- lenzka flugmálastjórnin tekur að sér þessa þjón- ustu og er kostnaðurinn greiddur af þeim aðildar- ríkjum ICAO, sem eiga flugvélar í ferðum yfir Norður-Atlanzthafssvæðið. Er sá kostnaður reikn- aður út árlega og fer hlutdeild í honum eftir um- ferð hvers ríkis. í upphafi borguðu íslendingar 17,5% af heildarkostnaði, sem síðan lækkaði nið- ur í 12% og loks niður í 10%, en verður sennilega öllu meira á þessu ári vegna aukins millilanda- flugs. Á þessu ári er áætlaður kostnaður 8,8 millj. kr., og gert ráð fyrir að við greiðum um 12% eða sem svarar rúmlega einni milljón króna og eru þá hreinar gjaldeyristekjur okkar af þessari þjónustu 7,7 milljónir kr. — Samkvæmt sérstökum samningi frá 1947 reka íslendingar Loran-stöðina á Reynis- fjalli við Vík í Mýrdal í umboði ICAO og af rekst- urskostnaði hennar greiðum við 5%, en ICAO 95%. Á þessu ári er áætlaður kostnaður við rekstur stöðv- arinnar 860 þúsund kr. og greiða þá íslendingar 43 þúsund krónur, en IGAO 817 þúsund krónur. Þannig eru gjaldeyristekjur af þessum tveimur lið- um 8,5 milljónir króna, af Keflavíkurflugvelli 7,8 milljónir og þá beinar gjaldeyristekjur samanlagt 16,3 milljónir kr. Auk þessa eru stórmiklar óbeinar gjaldeyristekjur af Keflavíkurflugvelli, meðal ann- ars mismunurinn á innkaupsverði og útsöluverði á 16 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.