Heimili og skóli - 01.10.1962, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKÓLI
117
Lað er því lífsnauðsyn fyrir hverja
móður að reyna að skilja barnið sitt
og þorskastig þess. iÞá mun hún sjá yf-
irsjónir þess í réttu ljósi, í samræmi
við þær aðstæður, sem fyrir hendi
voru. En sá skilningur er bezta og ör-
uggasta meðalið við öllum æstum til-
finningasveiflum, sem oft setja hjólið
af stað.
Enn má benda á tvennt, sem leitt
getur til þess, að „hinn hættulegi leik-
ur“ þróist á milli móður og barns. Það
er of mikið eftirlæti við barnið og of
mikið afskiptaleysi og hirðuleysi um
uppeldi þess og hagi. Nic Waal segir:
„Til eru mæður, sem ganga alltaf með
barnið í fanginu, sem alltaf kyssa það
og kjassa og sýna það hverjum, sem
vill. Þetta er ekki gert af ást til barns-
ins fyrst og fremst, heldur í eigingjörn-
um tilgangi. Verulegur hluti af öllum
þessum atlotum, sem virðast í fljótu
bragði stafa af móðurást, er aðeins
merki um ófullnægðar þarfir móður-
innar. Slík óhófleg atlot geta leitt
beint til þess, að barnið fari að leika
með móðurina.
Annars verður vart nokkurs mis-
skilnings varðandi hugtakið „að gráta
fram vilja sinn“. Það er mjög eðlilegt
að lítil börn kjökri eða gráti, þegar
þeim finnst eitthvað að, og ef ástæðan
verður fundin og fjarlægð, þarf þetta
ekki að leiða til neins dekurs við barn-
ið. En sá er gallinn, að margar mæður
hirða ekki um, eða geta ekki oft og
tíðum, fundið ástæðuna fyrir óánægju
barnsins, en finna upp alls konar að-
ferðir til að róa það. Það líður því
ekki á löngu áður en barnið hefur
komizt að því, að það þarf ekki annað
en að skæla til að fá hvað, sem það vill,
og þar með er leiknum hrundið af
stað.
Ekkert barn getur þolað ástleysi,
hirðuleysi og tómlæti. Og það er
hryggilegt að þurfa að viðurkenna, að
hér er mikið vandamál fyrir þessa
litlu smælingja:
— Hvernig get ég fengið móður
mína til að sinna mér og þörfum mín-
um? Og barninu tekst það. — Heldur
snoppung og skammir en afskipta-
leysi. — Og leikurinn er brátt í fullum
gangi.
1 tveggja herbergja íbúðum, sem eru
svo algengar nú á tímum, verður erfitt
að komast hjá því að nota hina gömlu
og útslitnu upphrópun: — Þú mátt
ekki — þú skalt. — En það er þó ekki
sama í livaða tón þessi orð eru töluð.
Sífelldar ógnanir, allt of mörg bönn
og fyrirskipanir, sem ekki er hægt að
hlýða, og kannski er varla ætlazt til
að hlýtt sé, eru oft upphaf „hins
hættulega leiks".
Einbeittni er nauðsynleg, en hún
þarf ekki að koma í veg fyrir ástríki.
Aftur kemur sannur kærleikur og
skilningur í veg fyrir geðvonzku, sær-
andi aðfinnslur og tómlæti. Ástríkið
gefur barninu tækifæri til að láta í
ljós sínar tilfinningar, þegar það heyr-
ir orðin „þú mátt ekki“ og „þú skalt“
með ófrávíkjanlegri einbeittni.
iÞetta er mikilvægt. Fái barnið sem
allra fyrst að láta í ljós tilfinningar
sínar, og séu foreldrarnir við því bún-
ir að taka því án þess að setja á svið
einhvern æsilegan tilfinningaleik, fá
tilfinningar barnsins útrás í stað þess
að verða lokaðar inni, þar sem þær
kunna að setjast að í undirvitundinni
og verða vaki nýrra árekstra.