Heimili og skóli - 01.10.1962, Page 26

Heimili og skóli - 01.10.1962, Page 26
126 HEIMILI OG SKÓLI Fimmtugur: Siguröur Gunnarsson kennari Þegar þetta hefti af Heimili og skóla var að fara í pressuna, barst mér vitneskja um, að Sigurður Gunnars- son, fyrrverandi skólastjóri í Húsavík, hefði orðið fimmtugur 10. okt. s. 1. Eg vissi að Sigurður Gunnarsson er yfirlætislaus maður, en ég bjóst varla við að honum tækist svona vel að leyna þessum merku tímamótum í lífi sínu. Ég vil nú á síðustu stundu koma á framfæri örfáum orðum um þennan vin minn og starfsbróður í tilefni þessa afmælis, þótt nokkuð verði á eftir dúk og disk. Ég ætla að sleppa því að rekja æviferil hans, en geta þess Samþykkt um búsetu námsstjóra. Aðalfundur Kennarasambands Austur- lands 1962 vill eindregið mælast til þess við yfirstjóm menntamála, að þegar náms- stjóraskipti verða næst, verði tekið fullt tillit til endurtekinna óska kennara á Austurlandi um, að námsstjóri sé búsett- ur á eftirlitssvæðinu. Samþykkt um kennaranámskeið. Aðalfundur Kennarasambands Austur- lands 1962 beinir því til næstu stjórnar sambandsins, að hún athugi, hvort ekki reynist unnt að koma á námskeiði í starf- rænni kennslu hér á Austurlandi á næsta ári. aðeins, að hann er fæddur að Skógum í Axarfirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Gunnar Árnason frá Bakka í Axarfirði og Kristveig Björnsdóttir frá Skógum. Sigurður lauk gagnfræðaprófi við Menntaskólann á Akureyri og síðar kennaraprófi og hefur verið kennari síðan, lengst af hefur hann verið skóla- stjóri í Húsavík, eða um 20 ára skeið. iÞessi 20 ára saga Sigurðar í Húsavík er merkileg og óvenjuleg, eins og Sig- urður er óvenjulegur maður. Hún er saga um fágætan áhuga, ábyrgðartil- finningu, þegnskap og fórnfýsi. Sig- urður Gunnarsson lét sér ekki aðeins óvenjulega annt um skóla sinn, heldur vissi hann sem var, að skóli þrífst ekki nema í menningarumhverfi, því var það, að hann lét sér fátt óviðkomandi, sem studdi að almennri menningu Húsavíkur á þessum árum. Hann vann að kirkju og kristindómsmálum, bindindismálum, barnaverndarmál- um, og flestum þeim greinum félags- skapar, sem til mannbóta og menn- ingar horfa. Öllum þessum málum lagði hann lið af svo mikilli einlægni og bjartsýni, að hann gat gert aðra

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.