Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 6
allan tímann og var sæl meS að kunna síS- ustu orSin. Sérstaklega tók mig lengri tíma aS læra „FaSir vor“ en léttari versin, og margt var þar, sem ég ekki skildi og annaS, sem ég misskildi. En smátt og smátt lærSi ég þessa fögru bæn og las hana á hverju kvöldi, þótt ég eigi skildi hana fyrr en mörgum árum síSar. Líklega eru þaS áhrif frá þessum sameiginlegu stundum okkar systkinanna og pabba, er viS lásum „FaSir vor“ í kór, aS ég heyri aldrei fariS svo meS þessa bæn, aS mig ekki langi til aS taka undir, ekki aSeins í huganum heldur upp- hátt. Oft hefi ég óskaS þess, aS sá siSur væri í kirkjunni okkar, aS allir kirkjugestir læsu hana upphátt meS prestunum. VirSist sá siSur í kirkjum erlendis, hver sem söfn- uSurinn er. Aldrei gat ég lesiS bænirnar mínar á kvöldin ef ég var ósátt viS pabba og mömmu eSa einhvern af bræSrunum, og þegar fyrir kom, aS ég var einhverjum reiS, þegar ég átti aS fara aS sofa — var meira aS segja svo reiS, aS nú átti ekki aS gefa eftir heldur sýna þeim ranglátu í tvo heimana — þá varS ég alltaf aS gera upp sakirnar áSur en bænalestur hófst, og man ég slík atvik fleiri en eitt fram yfir ferm- ingu. ÞaS var í minni barnatrú, eins og svo margra annara barna, aS ég hugsaSi mér guS öldung meS milda ásjónu og stór spyrj- andi augu, sem horfSu á mig og sáu allt, sem ég hafSi gert, líka þaS, sem ég átti ekki aS gera. Og mér fannst ég ekki geta mætt þeim augum fyrr en ég hefSi fyrir- gefiS bræSrum mínum — sem mér fannst reyndar óþarflega oft sekir — og kom fyrir, aS ég hugsaSi, aS þar hlyti guS aS vera mér sammála, og þaS var mér mikil raunabót. En ég vissi, aS mér bar aS fyrirgefa og sættast, svo aS mér sjálfri yrSi fyrirgefiS, þannig var þaS í bæninni minni. Ef viS því lítum á það frá sjónarmiSi sálarfræSinnar, hvernig áhrif þaS hefur á sálarlíf barna aS fara meS fögur vers á kvöldin, áSur en þau sofna, hlýtur svariS aS verSa jákvætt. Og enn jákvæSara ef móSir barnsins eSa faSir gefur sér tíma til aS eiga hljóSláta stund meS barninu sínu — kenna því og lesa meS því. Líklega hef- ur þaS komiS í pabba hlut aS kenna okkur systkinunum vegna anna mömmu viS heim- ilisstörfin. Því miSur hefi ég rekiS mig á þaS, aS þaS er minna gert aS því nú en áSur aS kenna börnum bænir. Ef til vill er þaS afi og amma, sem á svo mörgum heimilum kenndu börnum bænir, sem nú eru komin á elliheimili eSa sjúkrahús. Ef til vill eru afi og amma enn svo ung, aS þau búa sínu búi fjarri barnabörnum. Og foreldrar, sem nú eru yngri og yngri, sumir hálfgerSir unglingar, en samt búin aS stofna heimili, eru ef til vill ekki þaS þroskaSir, aS þeir átti sig á gildi trúarinnar fyrir börn sín. En hvort sem þessi breyting stafar af 26 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.