Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 26
Kennaraskélinn fái rétt til ai brantskrd stidentn Samþ. hefur verið á Alþingi frumvarp, sem telja verður mjög merkilegt og fjall- ar um menntun kennara. Um áratugi hafa íslenzkir barnakennarar einkum átt ívö bar- áttumál, en það er aukin menntun kennara og bætt launakjör þeirra. Þetta þarf að haldast í hendur og nú virðist vera kom- inn nokkur skriður á bæði þessi mál. Þetta merkilega frumvarp boðar tímamót í menntunarundirbúningi kennara og með kjarasamningum þeim, sem nú standa fyr- ir dyrum, er ástæða til að vona að launa- kjör kennara batni að mun. Og loks er svo að benda á þann merka áfanga, að nýr kennaraskóli er risinn af grunni. Upphaf þessa máls var það, að í febrúar 1960 skipaði menntamálaráðherra 7 manna nefnd til að endurskoða gildandi löggjöf um Kennaraskóla íslands og semja nýtt frumvarp til laga um skólann. I nefndinni áttu sæti: Freysteimi Gunnarsson, skóla- stjóri, form., Ágúst Sigurðsson, kennari, dr. Broddi Jóhannesson, kennari, Guðjón Jónsson, kennari, Gunnar Guðmundsson, yfirkennari, Helgi Elíasson, fræðslumálastj. og dr. Símon Jóhannes Ágústsson, prófess- or. Nefndin lauk störfum í september 1961 og skilaði þá frumvarpi til laga um Kenn- araskóla Islands, sem tekið var til ræki- legrar athugunar í menntamálaráðuneyt- inu og efni þess rætt við fulltrúa frá Há- skóla íslands og Menntaskólanum í Reykja- vík. Niðurstaðan varð sú, að ekki þótti fært að leggja frumvarpið fyrir á þinginu 1961—’62, en ný nefnd skipuð, er freista skyldi þess að samræma sjónarmið Kenn- araskólans, Háskólans og menntaskólanna. I henni áttu sæti Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri, Ármann Snævarr, háskólarekt- or,' Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri, Kristinn Ármannsson, rektor, og þáverandi skólastjóri Kennaraskólans, Freysteinn Gunnarsson, en dr. Broddi Jóhannesson tók sæti í nefndinni, er hann hafði verið skipaður skólastjóri. Er þetta frumvarp nið- urstaðan af störfum þeirrar nefndar. Meginbreytingarnar, sem felast í þessu frumvarpi eru: í fyrsta lagi að veita skól- anum rétt til að brautskrá stúdenta. í öðru lagi, að koma á fót framhaldsdeild við skólann. I þriðja lagi að stofna undirbún- ingsdeild fyrir sérkennara. í fjórða lagi aukin æfingakennsla. I fimmta lagi nokk- urt kjörfrelsi um námsefni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að skól- inn greinist í 6 deildir. Almenna kennara- deild, þar sem námið skal taka 4 ár, og því ljúka með almennu kennaraprófi, sem veiti kennararéttindi í barna- og unglingaskól- um landsins. Kennaradeild stúdenta, þar sem stúdentum skal gert kleift að ljúka kennaraprófi með eins árs námi. MENNTADEILD Menntadeild, þar sem þeir, sem lokið hafa prófi frá almennu deildinni með 1. einkunn árið 1957 eða síðar skuli geta bú- ið sig undir stúdentspróf á einu ári. Náms- kröfur til stúdentsprófs frá Kennaraskóla 46 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.