Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 17

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 17
eykst. Skyldunura fjölgar og tíminn verSur alltaf ódrýgri. Þessi hraði setti meira aS segja mark sitt á síSustu skólalöggjöf, sem tók eitt ár ofan af barnaskólanum og bætti því viS gagnfræSaskólann. ÞaS, sem blekkti hina ágætu menn, sem þarna höfSu um vélt, var hinn vaxandi og öri líkamsþroski barnanna, sem var miklu örari en hann hafSi veriS á undanförnum áratugum, og var 13 ára barni allt í einu ætlaS aS nema nálega hiS sama og 14 ára barni hafSi áSur veriS ætlaS. Þetta var mesta glappaskot þessara annars merkilegu laga. Nær sanni hefSi veriS aS láta allt skyldustigiS fylgja barnaskólanum. Þetta var fyrst og fremst uppeldislegur og sál- fræSilegur misskilningur. ÁSur fylgdust aS ferming og fullnaSarpróf úr barna- skóla. ÞaS var byggt á reynzlu, sem gafst vel. HiS síSara var byggt á órökstuddri bjartsýni um þroska barnanna. ÞaS munar um hvert áriS á þessu aldursstigi, en þaS er ekkert, sem réttlætir þaS, aS taka 12—13 ára börn úr barnaskóla og senda þau í gagnfræSaskóla. MeS þessu er ekki veriS aS varpa neinuin skugga á þá ágætu skóla, en þeir eiga bara ekki aS vera fyrir börn. ÞaS er stórt orS — gagnfræSaskóli, og því engin furSa þótt 12—13 ára börnum stígi þaS til höfuSsins. Sá stolti grunur læSist inn í vitund þeirra, aS þau séu aS verSa fullorSiS fólk, enda þarf þess ekki lengi aS bíSa, eftir aS börnin koma í fram- haldsskólana, aS þau taki upp lífsvenjur fullorSinna manna. Þessari upphefS slær inn -—- ósj álfrátt þó — og fer að hafa áhrif á breytni og framkomu. Eg hef um 40 ára skeiS veriS svo ham- ingjusamur aS mega fylgjast meS þroska barna frá 7—14 ára aldurs. Þar gerist aldrei neitt óvænt — engin stökk tekin, heldur jafn og sígandi þroski. Jafnvel kyn- þroskinn, sem kemur nú fyrr en áSur, rétt- lætir ekki, aS barnsárin séu stytt meS þess- um hætti. ÞaS eru engin þroskatímamót í lífi barnsins, þegar þaS er tekiS úr barna- skóla og sett í gagnfræSaskóla, en þar verSa aftur á tímamót í náminu. Þar kemur brekka, sem mörgum reynist erfiS, og lítur helzt út fyrir aS námsskrá unglingastigsins sé miSuS viS gáfuSu börnin, og ef aS fariS væri alveg eftir henni myndi talsverSur hluti unglinganna falla á unglingaprófi. Fyrir nokkrum árum var lágmarkseinkunn á unglingaprófi lækkuS úr 5 og niSur í 4, til þess aS færri féllu. ÞaS sýnir, aS hér er ekki eSlilegur stígandi í náminu frá barna- skóla til framhaldsskólans. En aS því þyrfti aS vinna, aS börnin vaxi á eSlilegan hátt inn í framhaldsnámiS, og þó ekki síSur hitt, aS þau vaxi á eSlilegan hátt inn í þroskaárin. Sumir bráSlátir og þroskalitlir ungling- ar halda aS þeir geti stokkiS yfir æsku- árin, og fara aS temja sér siSvenjur full- orSinna fyrir og um fermingaraldur. ÞaS mun því miSur nokkuS algengt aS börnin telji nám í gagnfræðaskóla veita einskonar réttindi til aS fara aS reykja, og fara sum þeirra ekkert í felur meS þaS. ÞaS liggur svo mikiS á aS verSa fullorSinn maSur. Til hvers leiSir svo þetta uppstreymi? LeiSir þaS til meiri og skjótari þroska? Ef svo væri, væri þaS réttlætanlegt. En hér komast óþroskuS börn og unglingar í þá aSstöSu, aS verkefnin eru á undan þrosk- anum, og verSa því torleystari en ella. Fjórtán ára barn leysir sama verkefni á styttri tíma og auSveldari hátt en þrettán ára barn. ÞaS er því tímasparnaSur að leysa verkefnin á réttum tíma, og viS rétt þroskaskilyrSi. Liggur nokkuS á? Eitthvert átakanlegasta dæmiS um ótímabært sjálf- HEIMILl OG SKÓLI 37

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.