Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 11
elzta kynslóð og heyra þá yngri segja: „Já, þið lesið kvöldbænir, það var víst siður hér áður fyrr, en ég hefi aldrei lært það“. Mun þá falla niður allur bænalestur í heimahús- um á íslandi? Hvað líður þá vöku okkar á verðinum — þjóðar, sem tók kristni fyrir tæpum eitt þúsund árum síðan? Við heyrum stundum, að sumir kennarar hafi andúð á kennslu kristinna fræða í barnaskólum, og aðrir jafnvel neiti að kenna þau. Ekki er óeðlilegt, að þeir kenn- arar, sem ekki trúa kristnum fræðum eigi erfitt með að kenna þau, ef til vill er það jafnerfitt og fyrir kennara, sem ekki getur lært stærðfræði að kenna þá námsgrein. Enda valdir til þess þeir, sem kunna ein- hver skil á meðferð talna. Hlýtur ekki hitt aö vera jafneðlilegt og nauðsynlegt, að kennari í kristnum fræðum sé trúmaður? Við áttum ágætan kennara í þessari grein — það var Snorri Sigfússon, þáverandi skólastjóri. Tímar hans voru fullir af lífi og ferskum léttleik. Hann fékk okkur til að hugsa um biblíusögurnar, reyna að skilja þær -— endursegja þær ■—- og þær urðu vinir okkar þessar fallegu sögur. Stundum hefur hvarflað að mér, hvort á- huginn hefði orðið sá sámi ef ekki hefði verið þessi smitandi áhugi Snorra. An efa ekki. Það er því ekki lítið atriði, að kenn- arar þessara fræða hafi löngun til að kenna þau, hafi löngun til að kenna kristni, hafi áhuga á, að þjóðin okkar sé og verði krist- in. Það er ekki síður nauðsynlegt, að við, sem nú erum að gera þessar kröfur til sam- borgara okkar, kennaranna, að við lítum í okkar eigin barm og spyrjum sjálf okkur: Erum við kristin? Hvernig berum við merki Krists? Ef til vill kunnum við gömlu hiblíusögurnar okkar ennþá. Ef til vill er ævintýraljóminn farinn af þeim eða orð- inn daufari — en er þá ei annar Ijómi kom- inn í staðinn? Er ei annar skilningur kom- inn í þær — skilningur kristinnar þjóðar — þjóðar, sem vill ala börn sín upp í þeirri trú, er hún þekkir fegursta •— þjóðar, sem vill samhuga leggja fyrstu sporin að trú barna sinna og leiða þau áfram til þess altaris, er hún sjálf viðurkennir og lýtur. Enn eru svo margir, sem standa hjá og horfa. Enn eru svo margir, sem segja: Það er sjálfsagt ágætt að eiga trú. Þú ert hepp- inn að eiga trú. En þeir horfa aðeins á. Enn aðrir ganga lengra, þeir fyrirlíta trúna, hæðast að henni, kasta að henni hnútum. En, ef þeir eyða trú okkar, hvað gera þeir í staðinn? Eru þeir aðeins að ræna hækj- unni frá þeim halta og skilja hann svo hjálparvana eftir? Eða eru þeir að breiða yfir þá trú, sem þeir eiga, en efast um? Enginn skyldi rífa niður án þess að gera sér grein fyrir, hvernig hann ætlar að byggja upp að nýju. Og þótt margt megi finna, sem miður fer og verr hefur farið í kristinni kirkju en æskilegt væri, þá er kristna trúin þó sú trú, sem við teljum feg- ursta, sú trú sem við játum og viljum játa. Þegar ég var beðin að tala hér í kirkj- unni fór fyrir mér eins og í negrakirkjunni í Bandaríkjunum, mér fannst ég ekkert hafa að segja. Mér fannst ég svo illa kristin, að ég gæti ekki staðið í kirkjunni minni og talað. Þegar ég fór að hugsa mig um — gekk ekki beint út án þess að reyna — þá urðu það enn kvöldbænirnar mínar, sem fyrstar komu í huga minn. Eg gæti þó reynt að segja, hvað þær hefðu haft góð áhrif á mig, og ef orð mín hér í kvöld yrðu til þess, að þótt ekki nema einu litlu barni yrðu kenndar bænir, og þær yrðu því eins góður lífsförunautur og mér, þá væri ég þakklát. Að lokum: Guð veri með ykkur — og þið með honum. HEIMILI OG SKOLI 31

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.