Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 19
kveðja æskuna að verulegu leyti og taka á sig skyldur fullorðinsáranna •— meðal ann- ars móðurskyldurnar •— eða vanrækja þær. — ESa kannske fara bil beggja. Þetta er allt öðruvísi en það ætti að vera. Unga stúlkan á að fá að lifa sínu glaða æskulífi fram yfir tvítugsaldur. Þá er hún orðin þroskaðri ■— og betur skyldunum vaxin — skyldum eiginkonu og móður. — Þá má lífið hefjast. — í guðs bænum — takið ekki bernskuna frá börnunum. Takið ekki æskuna frá unglingunum. Það er að taka fram fyrir hendur náttúrunnar, en af því hljótast alls konar óhöpp og vandræði. Ekki aðeins tímabundin heldur varanleg. Hvað verður úr grósku sumarsins, ef ekkert vor fer á undan? Reynum að setja hraðann niður. Reynum ekki að lifa lífinu hraðar en lögmál náttúrunnar ætlast til. Við skul- um ekki bjóða börnum og unglingum rétt- indi hinna fullorðnu, og þá ekki heldur skyldur, fyrr en tími er kominn til. Enginn skyldi hrinda börnunum og unglingunum út í það kapphlaup, fyrr en þau hafa öðl- ast þroska til þess. Lofum þeim um fram allt að vera börn. Gefum þeim það, sem er þeim dýrmætara en flest annað, en það er kyrrð, víðsýn ástúð og næði til að vaxa. Já, gefum börnunum okkar góð heimili. Hannes J. Magnússon. DAG einn í mesta annríkinu fyrir jólin kom kona ein inn í pósthúsiff á staffnum, dragandi á eftir sér lítinn dreng. A meðan hún keypti nokkrar arkir af frímerkjum, hentist sá litli hornanna á milli í póststofunni. Litlu síffar leit ég út yfir af- greiðslusalinn og sá þá að konan hafffi fundiff ágætt ráff til aff halda litla óþekktaranganum í skefjum. Hann sat á skrifpúlti og teygði tunguna langt út úr sér. En móðirin stóð fyrir framan hann, reif frímerki af örkinni og strauk þeim iilll tungu hans og skellti þeim svo einu af öðru á jólakorta- bunkann, sem lá á púltinu. TOM las læknisfræði, en í sumarleyfinu vann hann og þrælaffi viff hvað eina sem til féllst til að geta haldið námi áfram. Nú vann hann hjá slátrara einum, en á kvöldin var hann dyravörður á sjúkrahúsi einu í borginni. I báðum þessum hlutverkum var hann klæddur í hvítan slopp. Kvöld eitt var hann látinn aka sjúklingi einum, sem var kona, inn í skurðstofuna, þar sem hún. átti að ganga undir uppskurff. Konan horfði rannsakandi á Tom, en allt í einn fölnaffi hún og rak upp skerandi óp: „Hjálp — þetta er slátrarinn minn.“ RITHÖFUNDURINN Sinclair Lewis fékk dag nokkurn bréf frá ungri stúlku, sæmilega einurðar- góðri, þar sem hún lætur í ljós þá ósk að hún sé mjög fús til að verða einkaritari skáldsins. Hún segist kunna vélritun, hraffritun og allt mögulegt annað. Og hún bætir við: „Þegar ég segi allt mögulegt annað, á ég við allt mögulegt annað. Skáldið fékk konu sinni, Dorothy Thompson, bréfið og hún svaraði því mjög vingjarnlega og segir meffal annars, aff maðurinn sinn hafi þegar ágætan einkaritara. sem kunni vélritun og hraff- ritun. „Allt hitt sé ég um, og þegar ég segi allt hitt, á ég viff allt hitt.“ HEIMILI OG SKOLI 39

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.