Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 12
SIGURJON BJORNSSON: Þœttir um sálsýkisfrœði barna ii. Hegðunravandkvæði. Hegðunarvandkvæði er geysivíðtækt hugtak, því að það nær í rauninni yfir allt það, sem uppalendum finnst athugavert við hegðun harnsins. Langflestum andlegum og mörgum líkamlegum vanheilindum fylgja einhverjar truflanir á hegðun. Kunnugt er t. d. hversu skemmdir kok- og nef-eitlar geta gert börn óróleg og viðkvæm í skapi. Mætti þannig lengi telja. Fávita- háttur lýsir sér oft að einum þræði í óeðli- legri hegðun. Og nú á síðari árum eru menn farnir að veita því athygli, að heila- og heilahimnubólgur, sem læknazt hafa svo vel, að engir andlegir ágallar verða, geta valdið óróa og stjórnleysi í hegðun, sem stundum loðir við árum saman. Alvarlegar geðtruflanir lýsa sér oft fyrst og fremst í einkennilegri og óstýrilátri hegðun. Sé litið á hegðunarvandkvæði frá þessu sjónarmiði, er einsætt að þau ber að skoða sem einkenni, sem leitt getur af margskonar truflun, andlegri eða líkamlegri og sjálfar hegðunartruflanirnar segja lítið um það, hvers konar vanheilindi búa að baki. I þessari grein verður orðið hegðunar- vandkvæði notað í mun þrengra skilningi og nokkuð frábrugðnum. Skal það nú út- skýrt nokkuð. Segjum að hegðunarvand- kvæði sé eftirstöðvar heilabólgu. í þeim tilfellum eru hegðunarvandkvæðin einkenni (symptom) sjúkdómsins heilahólgu, en hann á sínar sérstöku orsakir. En hegðunar- vandkvæði getur líka verið sjúkdómurinn sjálfur, en ekki eitt af afleiddum einkenn- um hans, og þá þarf að leita að orsökum sjálfra hegðunartruflananna. I þessari merkingu (syndrom) verða hegðunarvand- kvæði notuð hér og á henni byggðist sú flokkun, sem sagt var frá í síðustu grein. Hér er þá um börn að ræða, sem eru lík- amlega og andlega heilbrigð, en bregðast við andstreymi lífsins með hegðunartrufl- unum. Það má segja að fyrsta viðbragð heilbrigðs barns gegn einhverjum mót- blæstri sé óánægja, gremja og reiði, sem leitar útrásar. Sé barn barið af leikfélaga sínum, er eðlilegast að það reiðist og reyni að berja á móti. Geti það hins vegar ekki fengið útrás fyrir gremju sína af einhverj- um ástæðum, verður það að grípa til ann- arra ráða, t. d. þeirra að gera sig lítið og ósjálfbjarga ög leita skjóls og verndar eða jafnvel draga sig í hlé og byggja sér geð- þekkari heim í ímyndun sinni. Sá mótblástur, sem börnum mætir, get- ur að sjálfsögðu verið mjög margvíslegur og má nefna ýmsar tegundir. Það er t. d. elzta systkinið, sem öll fjölskyldan snerist í kringum fyrstu 2—3 árin meðan það var eitt. Því var hampað, það var kjassað og það var ekki til dásamlegra barn. Móðirin hafði ekki annað að gera en snúast kring- um það. Svo fæddist næsta systkini og hið 32 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.