Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 25
Laugaskóli í Reykjadal. velkomnir á mótið, og verður sérstök nefnd skipuð til þess að annast um dvöl þeirra að Laugum. Ráðgerð er sérstök kvöldvaka kvenna fimmtudaginn 15. ágúst. Reynt verður að komast hjá sérstöku mótsgjaldi, en gert er ráð fyrir að dvalar- kostnaður að Laugum verði um kr. 1000.00 fyrir manninn, miðað við núgildandi verð- lag. Mótsstjórn hefur látið teikna sérstakt mótsmerki, og sérstakur mótssóngur verð- ur saminn. Vegna hins mikla undirbúnings eru skólastj órar hvattir til þess að tilkynna þátttöku sína fyrir 15. maí n.k. Stjórn Skólastjórafélags Islands hvetur alla skólastjóra til þess að taka þátt í móti þessu. Fyrirspurnir og bréf skal senda í pósthólf 2, Hafnarfirði. — Frétt frá ritara. Hans Jörgensen (form.), Vilbergur Júl- íusson (ritari), Páll Guðmundsson (gjald- keri), Hermann Eiríksson og Sigurbjörn Ketilsson (meðstjórnendur). ÞaS var fyrri hluta sunnudags einhvern tíma á. dögum seinni heimsstyrjaldarinnar. Regnið foss- aði niður í garð Georgs Marshalls hershöfðingja, þar sem hann sat í regnfrakka á kassa á hvolfi og reytti arfa. En í sama bili var honum tilkynnt koma Bedel Smith hershöfðingja, sem var að koma beint frá herstöðvum Bandaríkjanna í Evrópu. Marshall bað hann að gefa skýrslu þarna á staðn- um meðan hann hélt sjálfur áfram að reyta arfann. En þegar regnið tók að fossa niður af nefi hers- höfðingjans, varð það vesalings manninum ofraun og hann mælti: „Er það nauðsynlegt að ég standi hér í húðarrigningu og gefi skýrslu?“ „Nei, alls ekki,“ svaraði Marshall hershöfðingi. „Hvolfdu þessari fötu þarna og fáðu þér sæti á botninum." HEIMILI OG SKOLI 45

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.