Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 14
guggni á því að sýna andstöSu og uppreisn- arhug. ÞaS lætur undan, hlýSnast, beygir sig undir vilja foreldranna aS minnsta kosti í orSi kveSnu. I fljótu bragSi viröist þá sem erfiSleikarnir hafi lagazt. En því miöur er þaÖ ekki alltaf svo. Oft hefur bar- áttan einungis skipt um vettvang: í stað þess aÖ verða barátta við ytri öfl, verður hún að innri baráttu. (Það sem Dr. Soddy kallaði „in-turning reaction patt“, sjá síð- ustu grein), sem bitnar mest á barninu sjálfu. Sé uppeldið hins vegar mildara og stefnu- lausara og ef ónærgætnin og vankantarnir stafa fremur af hirðuleysi og duttlunga- kenndri óþolinmæði, og ef barnið fær aldrei neina verulega ástæðu til að óttast foreldra sína, eru meiri líkindi til að hegð- unarvandkvæðin haldi áfram, en þróist ekki í aðra tegund erfiðleika. Maður getur velt því fyrir sér hvort hér kunni kannske að vera fólgin einhver skýring á því hvers vegna hegðunarvandkvæði eru svo algeng hér nú á tímum. Óneitanlega er uppeldið talsvert mildara núna og byggist minna á óttablandinni virðingu fyrir foreldravald- inu en áður tíðkaðist, en um leið hefur það glatað hinni menningarbundnu stefnufestu og hristizt sundur í ósamstæðar eindir í þj óðfélagslegu umróti síðustu áratuga. En einnig kemur til eðlisfar og atgervi barnsins sjálfs. Vitað er, að börn eru mjög mismunandi að þessu leyti. Sum eru við- kvæm, fíngerð og sveigjanleg og þola lítinn andblástur án þess að beygja af. Þeim börn- um er vafalaust mun hættara við innhverf- ari viðbrögðum en hegðunarvandkvæðum. Á hinn bóginn eru svo önnur börn sterk og þróttmikil, skapheit og með ríkar eðlis- hneigðir. Þau glíma til þrautar og láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þau börn geta engu að síður verið viðkvæm í lund og gædd ríkum tilfinningum bæði til ástar og haturs og því ekki sýnt að þau þoli betur mótlæti en önnur börn. En viðbrögð þeirra eru fyrst og fremst hegðunartruflanir, sem geta orðið býsna erfiðar viðfangs, einkum þegar börnin fara að stækka. Er ég lít laus- lega yfir þann hóp hegðunartruflaðra barna, sem ég þekki, get ég ekki neitað því, að langstærstur hluti þeirra er úr hópi þess- ara barna. Og vissulega er það góður og sterkur efniviður, sem orðið gæti að kjör- viðum þjóðfélagsins, ef rétt væri unnið úr. En hverjar eru þá horfur til úrbóta? í rauninni ætti að vera fremur auðvelt að hjálpa þessum börnum. Viðbrögð þeirra eru heilbrigðari og rista grynnra en þar sem erfiðleikarnir hafa innhverfzt og orðið að innri baráttu. Það þarf alls ekki að vera merki um mikinn sjúkleika, þó að atferli barnsins sé hávaðasamt og óþægilegt fyrir umhverfið. Önnur hljóðlátari einkenni geta verið mun sjúklegri og erfiðari viður- eignar (og er þar „autismus“ geðveikinnar gleggst dæmi). Þrátt fyrir þetta hefur okkur á Geð- verndardeild Heilsuverndarstöðvarinnar einungis tekizt að lagfæra hegðunarvand- kvæði um 20% þeirra barna, sem haldin hafa verið slíkum truflunum og leitað hef- ur verið með til okkar. Er þetta mun lægri tala en hjá hugsjúku börnunum, en hjá þeim er hlutfallstala læknaðra tilfella 52%. Ástæðan til þessara einkennilegu hlutfalla er einfaldlega sú, að Geðverndardeildin er heimangöngu-stofnun (ambulatorum).. Börnin dvelj ast á heimilum sínum, en koma í lækningatíma á deildina einu sinni til tvisvar í viku. Þessi háttur hentar öllum þorra hugsjúkra barna. En hann hentar mun miður börnum með hegðunarvand- kvæði, einkum ef þau eru farin að stálpast. Hjá hugsjúkum börnum ber hæst vanlíðan. 34 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.