Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 20

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 20
Verdlounokeppni Árið 1961 efndi Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins til verðlauna- keppni meðal barna og unglinga á skyldu- stiginu um teikningar úr þjóðsögum, ís- lendingasögum og goðafræði, einkum í því skyni að vekja áhuga barna og unglinga á þessum bókmenntum. Þátttaka varð góð. Nær 800 börn tóku þátt í keppninni og sendu um 1100 teikn- ingar. Alls hlutu 42 börn verðlaun, er skipt- ust í 7 flokka. Þar af hlutu 17 börn úr Barnaskóla Akureyrar verðlaun í 6 fyrstu flokkunum og öll verðlaunin í þremur fyrstu flokkunum. AIÍs komu um 30 verð- laun í Barnaskóla Akureyrar af þeim 42, sem veitt voru. 1. verðlaun hlaut Vilhjálmur Baldvinsson fyrir myndina — Þrym drap hann fyrstan. 2. verðlaun hlutu Halldór Matthíasson og Guðný Jónsdóttir og 3. verðlaun hlutu Brynleifur Hallsson og Helga Kristrún Þórðardóttir. Laugardaginn 16. febrúar fór svo fram afhending verðlaunanna á sal að viðstödd- um öllum 6. bekk, öllum kennurum skólans, öllum verðlaunaþiggjendunum og teikni- kennara þessara barna, sem horfinn er frá skólanum, en verðlaunahafarnir eru nú ná- lega allir komnir í aðra.skóla. Skólastjóri flutti stutta ræðu og þakkaði nemendum og kennara fyrir ágæta frammi- stöðu í þessari keppni, sem hefði varpað skemmtilegri birtu á skólann og afhenti 40 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.