Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 18
ræði er unglingadrykkjuskapurinn og síg- arettureykingar barna og unglinga. ÞaS er einhver mesti ósigur þeirrar stefnu aS reyna að verSa fullorSinn fyrir tímann. Þessi mannalæti er algjörlega misheppnuð tilraun til aS verSa fulltíSa maSur um fermingu. Hér eru á ferS börn og ungling- ar, sem sanna þaS átakanlega, aS þaS breytir enginn lögmálum náttúrunnar. Bernskan og æskan verSa aS hafa sinn tíma — fullorSinsárin sinn — og sínar siSvenjur. Barnungir drengir og telpur, sem fara aS reykja sígarettur um fermingu, og litlu síðar að neyta áfengis, er sorgleg skopstæling á óvenjum fullorSna fólksins. Tízkan er hér kennarinn, en hún er hinn mesti harSstjóri, og þegar óvenjur verSa aS tízku er hætta á ferSum. ÞaS þarf tals- vert þrek til aS synda á móti straumnum í þessum efnum: Þetta þrek á unga fólkiS ekki í nógu ríkum mæli nú. MeSlæti og allsnægtir undanfarinna ára hefur skapaS linku í skapgerSinni, svo aS það er ekki hin sterka hliS unglinganna í dag að láta á móti sér, eSa fara aðrar leiðir en fjöld- inn. Við þessa innri linku bætist svo það, að unglingarnir hafa heldur ekki hinn siðferð- islega stuðning á bak við sig. Heimili þeirra — mörg hver — eiga það ekki á þessu sviði. Almenningsálitið hafa þeir heldur ekki til halds og trausts. Og eftir því sem reykingarnar og drykkjuskapur- inn verða fyrirferðarmeiri 1 samkvæmis- og félagslífinu, verður erfiðara fyrir ein- staklinginn að standa hjá. Og nú færist þessi meinsemd neðar og neðar í raðir unglinganna og jafnvel barna. Þótt ósiðir séu og verði alltaf ósiðir, er ekki sama á hvaða tíma ævinnar þeir eru teknir upp. Því fyrr -— því hættulegra —. Maður, sem hefur engin afskipti af áfengi og tóbaki fyrr en um tvítugt, er ekki í svipað því slíkri hættu sem nýfermdur unglingur. En nú liggur öllum svo fjarskalega mikið á aS verða fullorðið fólk. Kemst þó að seint fari. Nú taka unglingarnir gagnfræðapróf um 17 ára aldur. ÞaS er líka stórt orð. ÞaS tóku menn í gamla daga um og eftir tvítugt. En þá tóku menn ekki fullorðinsárin út fyrr en æskan var liðin hjá. Það er dásamlegt að vera 17 ára og eiga enn eftir mörg æskuár. Hvers vegna ekki að njóta þeirra eftir gagnfræðaprófið og safna lífsreynslu til manndómsáranna? Nei, það liggur svo mikið á að lifa lífinu og meðal annars að velja sér maka. ÞaS hefur kannske eitthvað verið búið að und- irbúa það í skólanum, og svo er stofnað til hinna svonefndu barnahjónabanda — eða ekki hjónabanda — því að lögin heimila þau ekki fyrr en á sínum tíma. En það er ómögulegt að bíða eftir seinagangi lag- anna. Svo fæðist kannske lítið barn, sem enginn hefur gert ráð fyrir. Foreldramir mega ekki giftast, en búa kannske saman. Kannske ekki. Kannske á þetta litla barn ekki einu sinni heimili. GagnfræSaskólinn hafði veitt góða, almenna menntun, en hann hafði ekkert búið unglingana undir að fara að gegna foreldraskyldum, sem varla var von. HvaS vita þessir unglingar um foreldraskyldur og barnauppeldi? Þetta getur þó allt farið vel, ef þessir unglingar eiga góða foreldra, sem hafa hönd í bagga með uppeldinu, en þar getur oltið á ýmsu. Nú mætti spyrja: í fyrsta lagi: VerSur við- horf þessara ungu og óreyndu foreldra til barnsins ekki að einhverju leyti neikvætt, þegar þess er gætt, að það rændi aS minnsta kosti móðurina hluta af æsku hennar og frelsi svo snemma — einmitt á þeim tíma, sem lífið er að hefjast? Nú verður að 38 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.