Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 16
Kemst Jbó að seint fari (Niðurlag.) — En nú er lífið ekki eintómur leikur. Og sérhvert barn verður að fullnægja viss- um, sanngjörnum kröfum um háttsemi og skyldur í daglegu lífi. Sé þess gætt að bæta einhverju við þessar kröfur á hverju aldurs- stigi, er það engu barni ofætlun að sam- hæfast þeim lífsvenjum, sem ríkja á hverj- um tíma. Erfiðleikarnir og árekstrarnir byrja, þegar við förum að gera óskynsam- legar kröfur og ósanngjarnar kröfur til barnanna. Ætlum þeim t. d. nám, sem er þeim ofvaxið og þau hafa ekki þroska til að leysa af hendi. Ef við heimtum t. d. af meðalgreindu barni okkar að það verði efst í sínum bekk. Þá erum við sjálf að skapa vandamál í uppeldinu, sem hægt er að komast hjá. Það er ómögulegt að ala upp börn nema skilja þau. Reyna að mynda sér nokkurn veginn raunsæja mynd af þroska þeirra, getu þeirra, áhugamálum þeirra, einnig hinum veiku hliðum þeirra. Annars getum við ekki orðið þeir íeiðbein- endur, sem við þurfum að vera. Auðvitað á vilji okkar að ráða miklu í uppeldinu, en ekki einn. Barnið á líka vilja. — Það, sem veldur því, að foreldrar gera oft ákaflega órökstuddar og ósann- gjarnar kröfur til barna sinna og skólans er, að þeir telja barnið miklu þroskaðra en það er. Þeir skilja því elcki seinagang- inn og vilja oft láta setja því meira fyrir til heimanáms. En þegar barn finnur, að það getur ekki gert foreldrum sínum til hæfis, þrátt fyrir góðan vilja í fyrstu, missir það allt sj álfstraust, en það er eitt hið alvarlegasta gjaldþrot, sem komið getur fyrir í lífinu og verður oft upphaf alls konar erfiðleika og jafnvel árekstra um ófyrirsj áanlegan tíma. Það er bæði gömul og ný saga, að for- eldrar, einkum seinþroska barna, eru óþol- inmóðir yfir seinagangi námsins, og skal þeim ekki láð það út af fyrir sig. En þolin- mæðin er nú samt oft eini úrkosturinn. En þetta er einnig vandamál kennaranna. Og við verðum öll að sætta okkur við það, að allur þroski kemur hægt -— hjá sumum mjög hægt, og við verðum að bíða eftir honum hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kemst þó að seint fari. Vitrir foreldrar reyna að skilja barn sitt og þroskastig þess og ætla því aldrei meiri né stærri verkefni en það er fært um að leysa, þá gengur allt eðlilega. — — Það er því miður eitt af einkennum þessa tíma, að börnin slitna úr tengslum við heimili sitt allt of snemma og þar með bernsku sína. EFm leið losnar um fjöl- skyldulífið og börnin og unglingarnir verða rótlausir. í fj ölskyldulífinu hafa börnin yfirleitt frelsi til að vera börn, svo lengi, sem eðlilegt er, en utan þess soga ýmis annarleg öfl þau inn í lífshætti hinna fullorðnU. Heimilið og fjölskyldan er nú ekki lengur einangruð paradís. Um það leika nú stormar tímans og tízkunnar og hrífa uppeldið úr höndum foreldranna, enda mun ekki alls staðar vera fast í það haldið á heimilunum. — Og nú fer öllum að liggja svo ósköp mikið á. Þegar líða fer að lokum harnaskólaald- urs fer lífið að verða flóknara og hraðinn 36 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.