Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 23
ar. Tíu bækur hefur hann þýtt úr Norður- landamálum, þar af átta unglinga- og barnasögur. Ritstjóri æskulýðsþáttar tíma- ritsins Heima er bezt hefur hann verið um nokkur ár og birt þar eftir sig margt skemmtilegt og fróðlegt. Hefur Stefán kom- ið víða við í blöðum, útvarpi og á fundum, enda er hann vel máli farinn og fylgir fast eftir skoðunum sínum, en þó lipurmenni og þægilegur í samningum. Hafa þessir eigin- leikar áreiðanlega komið sér vel í náms- stjórastarfinu, því að oft eru þar vanda- söm mál tekin til meðferðar, bæði á fá- mennum og fjölmennum fundum. Verður hlutverk námsstjórans þá oft allörðugt, þeg- ar í senn þarf að sætta harðvítuga andstæð- inga, en halda jafnframt •— og fyrst og fremst — hyggilega á málunum fyrir hönd skólanna og íhlutunar hins opinbera. Þetta mun Stefáni oftast nær hafa vel tekizt, og hef ég heyrt marga róma frammistöðu hans á slíkum málþingum. Það hef ég fyrir satt, að Stefán Jónsson hafi þótt mjög skemmtilegur og stjórnsam- ur kennari og skólastjóri, enda persónu- leiki hans og geðfelld framkoma með þeim hætti, að hann verður samstundis aufúsu- gestur, þar sem hann kemur. Get ég vel uni þetta borið, þó að hann heimsækti mig aldréi sem námsstjóri, því að ég hef uni allmörg ár fetað slóðir hans um Austurland og Skaftafellssýslur, en þar hafa allir farið um Stefán hlýjum orðum og minnzt heim- sókna hans á lofsamlegan hátt. Þá var mjög erfitt að ferðast á þeim slóðum og reyndist námsstjórinn hinn mesti garpur við þær aðstæður. Og enn er það svo, þegar liann er sjötugur orðinn, að hann er ótrauður til ferðalaga og hinn röskvasti til allra starfa. Eru góð áhrif af heimsóknum slíkra manna, einkum á hinum afskekktari skólastöðum, enda oft eins og hátíðisdagur í skólanum, þegar hressandi blær hins fjölvísa, vin- gjarnlega og skörulega skólamanns leikur um kennslustofurnar. Þann daginn er nýja- bragð að verkefnum og tiltektum, sem kannske eimir af lengi á eftir. Þó að Stefán Jónsson láti nú af embætt- isstörfum „í fullu fjöri“, þykist ég þess fullviss, að honum verði engin skotaskuld úr því að finna starfshneigð sinni og lík- amlegum og andlegum þrótti hæfileg við- fangsefni, enda ekki annað við hæfi, svo sem nú horfir. Óska ég þess, að honum auðnist sem lengst að halda léttleik sínum og lífsgleði, starfsorku og vaskleik; eru og til þess sterkar líkur, því að hann er enn við góða heilsu og á ástúðlegt heimili hjá góðri konu og efnilegum börnum. Þakka ég honum og konu hans, Lovísu Þorvalds- dóttur, ánægjuleg samskipti, gestrisni og góða samvinnu. Jóhannes Oli Sœmundsson. Skemmtileg bók. HEIMILI OG SKOLI 43

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.