Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 21
Þau sem fengu þrcnn fyrstu verðlaunin, ósamt teiknikennara, Einori Helgasyni,
og skólastjóra. — Ljósm. Kr. Hallgrímsson.
síðan verðlaunin hverjum og einum. Hann
færði teiknikennaranum, Einari Helgasyni,
að gjöf frá skólanum bókina Island, sem
þakklætisvott fyrir frábærlega gott starf
undanfarin ár. Skólinn fékk einnig viður-
kenningu frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
Var það ritsafnið Lönd og lýðir, áritað af
framkvæmdastjóra, Gils Guðmundssyni.
Til gnmnns
UNG stúlka gerði heimskautafaranum Robert
Peary gramt í geði með því að bera upp fyrir
hann alls konar meira og minna fávíslegar spurn-
ingar um leiðangur hans. Loks spurði hún:
„Já, en hvernig fer maður að vita hvenær maður
er á norðurheimskautinu?11
„Ekkert er auðveldara,“ sagði eary. „Bara að
stíga eitt skref yfir á hina hliðina. Þá verður
norðanvindurinn allt í einu að sunnanvindi.“
STÓRIR SEÐLAR — SKIPTIMYNT.
ÉG ER orðinn leiður á að hlusta á ræðurnar um
hinn eilífa sannleika — kærleika — bræðralag —
mildi — kristilegt hugarfar. Þetta kemur mér fyrir
sjónir eins og verðmiklir peningaseðlar, sem gam-
an er að eiga í veskinu sínu. En þegar til þess-
kemur að leysa einhver hversdagsleg vandamál,
og maður hefur ekkert minna á sér. — Hvað þá?
ÞEGAR Henry Ford hinn eldri þurfti að tala við
einhvern af samstarfsmönnum sínum, kallaði hann
þá mjög sjaldan inn í skrifstofu sína. I stað þess
gekk hann til þeirra þar sem þeir voru við vinnu
sína og lauk þar erindi sínu.
„Hvers vegna gerið þér ekki boð eftir þeim?“
spurði einn af kunningjum hans. „Myndi það ekki
spara tíma?“
„Nei, alls ekki,“ svaraði Ford. „Ég hef tekið
eftir því að ág get yfirgefið skrifstofu samstarfs-
manna minna miklu fyrr en þeir yfirgefa mína
skrifstofu.“
HEIMILI OG SKOLI 41