Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 24
fyrsti frfföslu- og hynníngarmót íslenzhra skólostjóro Itoldió ið Lougum í S-Þingeyjar- lýslo dogono II,- II. dgiist M Skólastjórafélag íslands efnir til fræðslu- og kynningarmóts fyrir íslenzka skólastjóra að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu, dagana 11.—18. ágúst næsta sumar. Stjórn Skóla- stjórafélags Islands vinnur nú að undir- búningi þessa móts, og hafa drög að dag- skrá þess nú verið send öllum skólastjór- um og yfirkennurum. Verður reynt að vanda til mótsins, svo sem frekast er kost- ur. Mótið hefst með guðsþjónustu, séra Sig- urður Stefánsson, vígslubiskup, prédikar. Gestur mótsins og aðalleiðbeinandi verð- ur hr. Ola Laukli, fræðslustjóri í Drammen í Noregi. Mun hann flytja sitt inngangser- indi kl. 18.00 sama dag, en á mánudag og þriðjudag mun hann hafa námskeið með þátttakendum mótsins og taka fyrir veiga- mikla þætti í starfi skólastjóra almennt. Þá munu þekktir skólamenn og fyrirles- arar flytja erindi um hina ýmsu þætti skólastarfsins. Benedikt Tómasson skóla- yfirlæknir flytur erindi um heilsugœzlu, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi um leik- velli og tœki, Guðmundur G. Hagalín bóka- fulltrúi um skólabókasöjn, Öskar Halldórs- son cand. mag. um íslenzkukennslu í skól- um, dr. Heimir Áskelsson um málakennslu í barnaskólum, Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur um taugaveikluð börn (opinbert er- indi flutt á Húsavík miðvikudaginn 14. ág- úst). Ennfremur munu þeir dr. Broddi Jó- hannesson skólastjóri og Jónas Pálsson sál- fræðingur flytja erindi. Auk fyrrgreindra fræðsluerinda munu verða vandaðar kvöldvökur, og munu skólastjórar úr hinum ýmsu byggðarlög- um og landsfjórðungum undirbúa þær. •— Miðvikudaginn 14. ágúst verður farið í ferðalag til Mývatns, Dettifoss, Ásbyrgis, Tjörness og Húsavíkur. Ferðin um Þingeyj arsýslur er farin í boði Kaupfélags Þingeyinga. Aðalfundur Skólastjórafélags Islands verður haldinn föstudaginn 16. ágúst kl. 13.30. Síðasta mótsdaginn á Akureyri verður borðaður kvöldverður í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Mótinu verður slitið á Akureyri laugar- daginn 17. ágúst með myndarlegu lokahófi, Eyfirðingavöku, og mun Þórarinn Björns- son skólameistari flytja aðalræðu kvölds- ins. Ollum skólastjórum og yfirkennurum í barna- og framhaldsskólum er heimil þátt- taka í mótinu, og hafa þeim verið send þátttökueyðublöð. Makar skólastjóra eru 44 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.