Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 8
Séra Birgir Snæbjörnsson, Rafn Hjoltalin kcnnori, séra Örn Friðriksson, Jón Kristinsson rakarameistari og séra Pétur Sigurgeirsson. Þeir Rafn og Jón voru framkvæmdastjórar kirkjuvikunnar. — Ljósm. Gunnl. P. Kristinsson. hægt að gefa það, sem okkur var gefið —■ það er hægt að flytja á milli það, sem okkur var kennt. Kristur gaf okkur sjálfur fegurstu og einföldustu bænina og sálma- skáldin, bæði innlend og erlend, hafa gefið okkur fögur vers. Eg man eftir því fyrir nokkrum árum, er ég heyrði pabba tala um trúleysi sitt, að ég spurði hann þá, hvernig hann gæti talið sig trúlítinn, hann, sem hefði innrætt okkur systkinunum öllum trú. Þá svaraði hann: „Trú mín var ekki alltaf mikil, en það var skylda mín að reyna“. Hann hafði átt sína barnatrú, síðar hafði hún dvínað vegna efa hans sjálfs og áhrifa annarra, en þó fór honum sem og svo mörgum öðrum, þeir hugsa lítið um trúna á unglingsárum en vakna svo til hennar aftur með börnum sín- um. Finna þá, að hvað sem öllum efa líður, þá er hún þó það fegursta, sem þeir geta- gefið þeim. Ef við lítum á kvöldbæn, sem börnum er kennd, og íhugum hvaða þátt hún á í því, að þau sem fullorðin geti komið til guðs með bænir sínar, hljótum við að sjá að hún er grundvöllur þess — hún er fyrsta sporið. Þó er fjarri mér að segja eða álíta, að þeir, sem aldrei hafa lært bænir sem börn geti ekki orðið trúaðir eða lært að biðja sem fullorðnir. En hitt álít ég, að hafi lítið barn lært að biðja og lært að hugsa sér guð þann föður, sem það getur leitað til, þá muni það vera því auðveldara og eðli- legra síðar. Ef til vill má deila um trú og trúsiði, það má deila um allt. En þetta er okkar trú og bænin er fegursti þátturinn í þeirri trú, bænin — og trúin á mátt bæn- arinnar. 28 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.