Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 22

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 22
SJötugrnr Stefán Jónsson, námsstjóri 10. marz s.l. varð Stefán Jónsson náms- stjóri sjötugur. I tímariti norðlenzkra kenn- ara vil ég með nokkrum orðum minnast þessa merka afmælis námsstjórans, um leið og ég sendi honum og fjölskyldu hans mín- ar beztu heillaóskir. Stefán Lýður Jónsson er fæddur á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu árið 1893. Hann ólst upp þar hjá foreldrum sínum, Jóni Guðmunds- syni og Sólveigu Magnúsdóttur. Um tví- tugsaldur gerðist hann farkennari á heima- slóðum eftir að hafa stundað tveggja vetra nám við Hvítárbakkaskóla. Fljótlega sett- ist hann í Kennaraskólann, var þar tvo vet- ur og lauk þaðan prófi vorið 1917 með á- gætiseinkunn. Næsta vetur kenndi hann í Borgarnesi, síðan við farskólana í Kol- beinsstaða- og Miklaholtshreppi, en vetur- inn 1919—’20 kennir hann unglingum í Stykkishólmi og haustið eftir gerizt hann skólastjóri þar. Starfar hann þar óslitið um aldarfjórðungsskeið. A þeim tíma eru honum tvívegis falin eftirlitsstörf og náms- stjórn, fyrst vestanlands (1931—’33) og síðar austanlands (1942—’46). Varð náms- stjórastarfið síðan aðalstarf hans um tveggja áratuga skeið, eða þar til nú, að hann mun láta af störfum, lögum sam- kvæmt. Stefán hefur sótt mörg kennara- námskeið (fyrst árið 1917), farið tvívegis utan til að kynna sér skólamál á Norður- löndum, tekið mikinn þátt í félagsmálum kennarastéttarinnar og síðar námsstjór- anna. Hefur hann hvarvetna reynzt hinn röskvasti maður og getið sér hið bezta orð. Ymis önnur félagsmál hefur hann látið til sín taka, einkum samvinnumál, og margt hefur hann ritað í blöð og tímarit um menningar- og framfaramál líðandi stund- 42 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.