Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 10

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 10
hugsun mín var: Ég verð að fara með eitt- hvað, ég get ekki sagt, að ég kunni enga borðbæn. Og fyrsta versið, sem mér datt í hug, var fyrsta versiö, sem ég lærði: Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Og við þetta bætti ég amen, eins og ég vissi að venja var. „Þetta hljómar fallega“, sagði presturinn, se:n bað mig að flytja bænina. „Hvað þýðir það?“ Aftur komst ég í vanda. Þeirra borðbænir voru yfirleitt þakkir fyr- ir daglegt brauð, en í minni bæn var ekki minnst á matinn. Ég sagði honum, að þetta væri bæn til guðs um varðveizlu hans, að vísu ekki horðbæn, en falleg bæn, það fannst honum aðalatriðiö og þakkaði fyrir. SíÖar fór ég að hugleiða, hvort ég hefði aldrei heyrt fariö með borðbæn heima á íslandi »g rifjaðist þá upp fyrir mér, að okkur hafði verið kennt það í sunnudaga- skóla hjá Arthur Gook. Það mun ekki al- gengur siður hér á landi nú, en þó veit ég, að sá söfnuöur hefur enn þann sið. Og lík- lega er það með borðbæn eins og ýmsar aðrar bænir, þetta eru siðir annarra krist- inna þjóða, en hefur annað hvort tíðkast minna hjá okkur eða fallið niður að mestu. Það mun þó hafa verið siður hér, að lesnar voru ferðabænir ýmiskonar, t. d. sjóferöa- bænir. Menn lásu morgunbænir og lásu einnig bæn áður en þeir fóru í hreina skyrtu. Einstaka sinnum sjáum við, hjúkr- unarkonur,. eldra fólk signa sig og fara með bæn áður en það fer í hreina skyrtu, en það virðist svo til algjörlega tilheyra elztu kynslóðinni og virðist ætla að falla með henni. Og hvað eru svo mörg ár milli þess- arar elztu kynslóðar og okkar, mín og minna jafnaldra? Eigum við eftir að verða Jakob Tryggvason organleikari leikur á hið mikla pípuorgel Akureyrarkirkju. Ljósm. Gunnl. Kristinsson. 30 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.