Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 15
barnsins sjálfs, sem stafar af hinni inn- hverfðu baráttu í sálarlífi þess. Lækningin miðar að því, að losa um þær hömlur, sem halda eðlilegri sálarstarfsemi í viðjum. Jafnhliða sem því starfi miðar fram, dreg- ur úr vanlíðan barnsins, meiri ró og jafn- vægi færist yfir það. Sá árangur eykur traust barnsins á lækninum og gerir sam- vinnu við barnið oftast nær heldur auð- velda. Oðru vísi er farið um börn með hegð- unarvandkvæði. Þar er ekki innri barátta fyrir hendi, heldur barátta við umhverfið. Læknirinn eða sálfræðingurinn, sem reynir að hjálpa þess háttar barni, verður brátt í huga barnsins tákn eða fulltrúi fyrir um- hverfið, sem það á í höggi við. Séu notuð sterk orð, má segja að barnið skori lækn- inn á hólm. Ef vel á að takast skiptir höfuð- Til gomans BORGARSTJÓRNIN í Miame ákvað að setja á stofn eins konar fegrunarnefnd bæjarins, og talið var að hæfilegt væri að hafa 25 meðlimi í þessari nefnd. En þegar þessi frétt barst út, kom það í Ijós, að miklu fleiri vildu vera þarna með. Og nú drifu að umsóknir, sem ekki var hægt að vísa á bug. Loks voru komnir 131 Miameborgari í nefndina. Litbi síðar var nefndin kölluð sarnan á fyrsta fund sinn. Þá mættu 19 meðlimir. TVEIR drengir voru sendir í vefnaðarvörubúð, sem þeir voru vel kunnugir, til að kaupa búfu handa þeim minni. En nú höfðu þeir verið svo lengi í þessu ferðalagi, að móðirin var orðin hrædd um þá og var að því komin að hringja á lögregluna og leita aðstoðar hennar. En loksins komu dreng- irnir þó í leitirnar, og voru þá báðir öskuvondir og rjóðir af reiði. Sá litli hafði fljótt komið auga á húfu, sem honum líkaði, en þarna var fjöldi af mæðrum, sem voru að gera jólakaup, og þegar þær sáu litla drenginn slógu þær hring um hann: máli að hjálpandinn sýni barninu vináttu og hlýhug, — en um leið festu, -— hversu oft sem það slær á framrétta hendi hans, unz barninu hefur að lokum skilizt, að það hefur eignazt vin, sem hægt er að treysta. Lækning sem þessi krefst mun nánara sam- bands milli barns og læknis en lækning hugsjúkra barna. Hún krefst þess, að lækn- irinn sjái barnið á hverjum degi og sé með því talsvert mikinn hluta dagsins fyrsta kastið. Og til þess að svo megi verða, þarf barnið að eiga heima á lækningastofunni meðan lækningin fer fram. Enn sem komið er eru engar aðstæður til slíkra lækninga hérlendis. En það ætti að koma skýrt í ljós af framanskráðu, hversu mjög aðkallandi er, að komið verði hið fyrsta upp lækningaheimili, sem sér fyrir þörfum hegðunartruflaðra barna. „Heyrðu, lofaðu mér að máta þessa húfu á þig, þú ert á svipuðum aldri og drengurinn minn.“ Svona kölluðu þær allar hver í kapp við aðra, og drengurinn varð að ganga frá einni konunni til annarrar, þar til honum tókst að sleppa. Bnknr og rit Reikningsbókin mín eftir Kristján Sigtryggsson. Þetta er lítið hefti, einkum ætlað seinþroska 7 ára börnum og fjallar um samlagningu talna upp að 10. Fjölda margar myndir eru til skýringar og er ætlazt til að bömin liti þær. Heftið er fjölritað hjá Letri. Ég reikna og lita. Svo nefnist byrjendabók i reikningi eftir Jónas B. Jónsson, sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur gefið út. Þetta er nálega eingöngu myndabók til að skýra talnahugtökin, en neðst á hverri myndasíðu eru skýringar og fyrirmæli til barnanna um hvernig vinna eigi að verkefnunum. Það mun ætlunin, að þetta hefti sé notað á undan 1. heftinu, sem Ríkisútgáfan hefur áður gefið út. Myndirnar í heftinu eru teiknaðar af Halldóri Péturssyni listteiknara. Bókin er mjög smekkleg, eins og allar bækur Ríkisútgáfunnar. HEIMILI OG SKOLI 35

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.