Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 5
Heimili
og 1
skóli
TÍMARIT U M
UPPELDISMÁL
UTGEFANDI: K E N NARAFE LAG EYJAFJARÐAR
Ritið kemur út í 6 heftum ó ari, minnst 24 síður hvert hefti,
og kostar órgangurinn kr. 50.00, er greiðist fyrir 1. júni. —
Utgófustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, skclastjóri.
Póll Gunnarsson, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Guðvin Gunnlaugsson, kennari,
Vanabyggð 9, Akureyri.
Ritstjóri:
Honnes J. Magnússon, skólastjóri.
Pósthólf 183. Akureyri. Sími 1174.
PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HF.
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, YFIRHJÚKRUNARKONA:
Hefur þoð þýöíngu oi henna börnum oð
lesa bocnir d hvöldin!
Erindi flutt á kirkjuviku í Akureyrarkirkju í marz 1963.
Einu sinni sagði við mig lítil frænka
mín: „Þegar ég er búin að lesa bænirnar
mínar á kvöldin má enginn tala við mig,
því að þá er ég komin í samband við góðu
englana og þeir ætla að vaka yfir mér í
nótt“. Hún átti fallegt veggteppi, sem
amma hennar hafði saumað handa henni,
það var með þremur englum, sem svifu í
loftinu með laufgreinasveig á milli sín.
Litla stúlkan sneri sér að teppinu, þegar
hún var háttuð á kvöldin og komin í rúmið
sitt, las bænirnar sínar og fól sig englunum
og guði.
Ef til vill hugsum við ei alltaf um hversu
börn íhuga það, sem þeim er kennt eða
hvernig þau skilja það. En hitt vitum við,
að nafn guðs og hans engla eru nöfn, sem
gefa fegurð og frið, og þótt lítið barn
skilji ei þau vers, sem því eru kennd, þá
veit það, að guð er góður, að englarnir eru
góðir, og að þau eru sjálf góðu börnin,
þegar þau hafa lesið bænirnar sínar — tal-
að við guð og englana — og þau sofna með
frið í harta.
Einhverjar mínar fyrstu endurminningar
eru frá því, þegar pabbi las bænir með okk-
ur systkinunum á kvöldin. Við vorum látin
lesa þær öl! í kór. Þeir bræðurnir, sem eldri
voru, kunnu versin öll. en við hin kunnum
lengi vel ekki nema síðustu orð hverrar
hendingar. En alltaf þóttist ég viss um, að
þar greindi pabbi ekki, hvort ég væri með
HEIMILI OG SKÓLI 25