Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 9
Hvergi hefi ég séð beðið af meiri lotn- ingu eða heyrt samstilltari bænargjörð en meðal negra í babtistakirkju einni í höfuð- borg Bandaríkjanna, Washington. Það var í miðri viku, síðastliðið haust — ég var að koma frá því að skoða hersjúkrahús í Bethesda og var á leið til gistihússins. Skammt frá því var þessi babtistakirkja. Hún var opin, organtónar hárust út um dyrnar og negri sat á tröppunum. Ég hafði aldrei komið inn í kirkju babtista og fékk forvitni á að sjá, hvernig þeirra guðsþjón- ustur færu fram — gekk því til negrans og spurði hann hvort einhver athöfn væri í kirkjunni eða færi að hefjast. Svaraði hann því, að eftir hálfa klukkustund yrðu bænir og sálmasöngur. Til öryggis spurði ég hann hvort hann héldi, að ég mætti koma inn. Svarið var stutt: „Allir sem vilj a biðj a eru velkomnir.“ Ég ákvað að fara inn. Kirkjan var gömul að sjá, stór en einföld. Annar negri var þar inni, eldri maður, hvítur fyrir hærum, sem sat og lék á orgel- ið. Það var svalt og gott inni og þótt kirkj- an stæði við fjölfarna götu var undravert hvað hávaðinn barst lítið inn. Eftir stutta stund stóð negrinn upp, gekk til mín, kynnti sig sem organleikara safnaðarins, spurði hvaðan ég væri, og hvort hann mætti sýna mér kirkjuna sína, sem hann virtist hreyk- inn af. Hver hlutur átti sína sögu. Að lok- um sáum við eldhús og kaffistofu, sem not- að var á sunnudögum og sérstökum kvöld- um, og var því komið fyrir í hliðarálmu. Þegar við komum aftur inn í kirkjuna sjálfa var kominn fjöldi fólks, og þegar ég gáði betur að, sá ég, að þetta voru allt negrar, brosmilt fólk og alúðlegt. Og nú mátti ég ekki setjast á aftasta bekk og horfa á, ég var látin setjast í miðja kirkju og beðin að syngja og biðja með. Presturinn flutti stutta bæn, síðan voru sungnir sálmar og fluttar bænir til skiptis -— bænir um frið og bræðralag allra þjóða og allra kynþátta. Aldrei hefi ég séð beðið af meiri lotningu eða innileik og aldrei sungið af meiri gleði. Að lokum stóð organleikarinn upp, sagðist hafa eignast nýjan vin í kvöld, sem nýkom- inn væri frá Islandi, kynnti mig fyrir kirkjugestum og spurði hvort ég vildi ekki segja nokkur orð. Þetta kom mér algjör- lega á óvart og ég fann ekkert til að segja — aðeins nokkur þakkarorð fyrir fagra kvöldstund. Þegar ég kvaddi gamla grá- hærða negrann, sagði hann mér, að hann væri kennari, hefði lesið töluvert um landið mitt, en ég væri fyrsti íslendingurinn, sem hann hefði hitt, og svo sagði hann að lok- um: „Ég skal biðja fyrir litla landinu þínu“. Á eftir var ég hálfóánægð með frammi- stöðu mína, þótti hún léleg, og sá eftir að hafa ekki reynt að segja eitthvað. Ég hefði að minnsta kosti átt að geta farið með fallegt vers á íslenzku. En það er svo marg- ur sniðugur eftir á og þannig fór mér. Þetta minnir mig á annað atvik, sem einnig gerðist í Bandarikjunum, en í ann- ari borg og fyrir um 12 árum síðan. Þá var ég ásamt fleirum í miðdegisverðarboði með fimm kaþólskum prestum og kennur- um kaþólskra prestaefna. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem ég mataðist með þessum hóp og vissi því, að prestarnir fluttu borð- bæn til skiptis. Þeirra siður var að gera krossmark yfir borðið, signa sjálfa sig áð- ur en sezt var, og síðan flutti einhver þeirra bænina. Þegar nú allir voru seztir og beðið var eftir borðbæninni, sagði einn prest- anna, sem var Hollendingur: „Nú langar mig til að biðja íslendinginn okkar að fara með bæn á sínu máli“. Allra augu störðu á mig, en ég sat sem lömuð — ég kunni enga borðbæn á íslenzku. Fyrsta HEIMILI OG SKOLI 29

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.