Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.04.1963, Blaðsíða 13
elzta hætti að vera miðdepill fj ölskyldunn- ar. Viðbragð þess verður heiftarleg reiði og illska gagnvart systkininu, gagnvart for- eldrunum. Framhaldið fer eftir greind, skapferli og allri eðlisgerð barnsins og því hvernig foreldrarnir taka á málunum. í sumum tilfellum takmarkast reiðin fyrst og fremst við systkinið. Hið eldra verður vont við það, stríðir því og hrekkir. Sú fram- koma getur síðan færzt yfir á önnur syst- kini eða leikfélaga, gert það óvinsælt og valdið einangrun. I öðrum tilfellum er gremjan duldari og kemur fram í andstöðu- fullri og stirfinni skapgerð, öfundsýki, til- finningu fyrir því að vera alltaf settur hjá, fá minna og verra en aðrir o. s. frv. Þegar fer að bera á þessum viðbrögðum hjá barninu, hreytist oft afstaða foreldr- anna til þess, sérstaklega ef þau skilja ekki hvað er á seiði. Þeim finnst barnið ekki eins indælt og dásamlegt og áður var. Þau missa þolinmæðina og eiga það til að taka óþyrmilega í það. Og þar sem barnið skil- ur sjaldnast, að það eigi nokkra refsingu skilið, myndast mikið og oft óbrúanlegt djúp á milli foreldra og barna. Sjálfsmat barnsins breytist einnig. Það hættir að líta á sig sem hið dáða eftirlæti, en sættir sig við að vera„óþekktarormurinn“, og reynir jafnvel að skara fram úr á því sviði, þegar önnur ráð þrýtur. Það barn er illa sett, sem komið er í þvílíkar ógöngur, hvort heldur það er af ofannefndum ástæðum eða ekki. Með hegðun sinni framkallar það neikvætt viðmót frá öðrum og hið nei- kvæða viðmót eykur enn á andstöðu þess. Það einangrast einnig mjög tilfinninga- lega, því að það fær ekki notið blíðra og hlýrra tilfinninga frá öðrum. Af þeirri ein- angrun og þeim geðræna sulti, sem þannig skapast, verða oft til ný hegðunarvand- kvæði, eins konar uppbótareinkenni og af þeim eru tíðust hnupl og sælgætisfíkn. Það má vissulega finna fjöldamargar frumorsakir til slíkra hegðunarviðbragða hjá börnum og flestar eru þess eðlis, að þær virðast ekki mikilvægar við fyrstu sýn. T. d. litli drengurinn eða telpan, sem eiga ekki völ á öðrum leikfélögum en þeim, sem eru eldri og sterkari. Barnið, sem foreldr- arnir hafa svikið með því að fara frá því eða senda það burt um stundarsakir, án þess að búa það nægilega undir. Hjóna- skilnaðarbarnið, sem missir föður sinn eða móður. Barnið, sem foreldarnir gera of miklar eða rangar kröfur til, af því að ósk-hyggja þeirra er svo mikil, að þau sjá ekki hvernig greind barnsins, hneigðum, skapferli eða þroskastigi þess er farið. Barnið, sem lendir útundan í systkina- hópnum eða hverfur í skuggann af ósam- komulagi foreldranna, — og þannig má lengi halda áfram, því að tilbrigðin eru nær því óendanleg. En þó að þetta sé sagt, fer því fjarri að orsakir og eðli hegðunar- vandkvæða séu nægilega útskýrð. Eins og áður var getið, eru hegðunarvandkvæði fyrsta viðbragð heilbrigðs barns við ytra andstreymi. Stundum blossa upp heiftúðleg viðbrögð, í öðrum tilfellum her meira á almennu eirðarleysi, „pirringi“, viðkvæmni og sveiflum í skapgerð. Hjá sumum börn- um verður áframhaldandi þróun geðrænn vanþroski og hugsýki, en viss hluti þeirra heldur áfram hegðunartruflunum sem höfuðeinkennum. Hvernig má útskýra það? Um það eru ekki íil endanlegar rann- sóknir, svo að mér sé kunnugt, en trúlegt er að orsakanna sé að leita bæði hjá börn- unum sjálfum og eins í uppeldinu. Sé upp- eldið hörkulegt og tillitlaust og ef foreldr- arnir nota sér þá aðstöðu sína að vera stærri og sterkari, er líklegast að barnið HEIMILI OG SKÓLI 33

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.