Heimili og skóli - 01.06.1971, Síða 7

Heimili og skóli - 01.06.1971, Síða 7
A skáldakynningu. LjóS Kristjáns frá Djúpalæk kynnt. Myndræn kennsla Starfræn kennsla VettYangs kennsla HEIMILI OG SKÓLI ef vel er á haldið. Samt má reikna með, að í náinni framtíð, verði meira um myndræna kennslu með dýrari hjálpartækjum t. d. myndvörpum, skuggamyndavélum og litlum, handhægum kvikmyndavélum. Einnig má búast við notkun sjónvarps, ekki sízt, ef hægt er að ráða kennsluefninu með því að nota þau eins og kvikmyndavélar og mata þau á aðfengnu efni. Þetta er framkvæmanlegt nú, en mjög dýrt og því verður að bíða frekari þróunar á þessu sviði. 011 þessi hjálpartæki verður þó að nota með stakri varúð og mest sem uppfyllingu í kennsluna. Myndasýning hefur því aðeins gildi að hún sé hnitmiðuð og til skýringar og undir- strikunar á því efni, sem verið er að kenna hverju sinni. Barnið má aldrei fá þá tilfinningu, að kennslutækið sé til þess að hvíla kennarann, og gefa honum góða daga á kostnað þess, sem þrýst er til náms. í fraintíðinni má vafalaust búast við sjálfstæðari vinnubrögðum nem- enda, bæði innan og utan skólans. Slíkt nám er mjög þroskandi og nem- endur, er þannig vinna, verða fyrr sjálfstæðir í hugsun og gerðum. Hins vegar, er rétt að hafa í huga, að fjölmörg böm láta leiðast af öðrum og verða lítils ráðandi í hópnum, þó að hann sem heild skili góðu starfí. Þannig verður lítill námshópur að spegilmynd þjóðfélagsins. Þar ráða vissir einstaklingar. Fara þau völd ekki alltaf eftir námshæfni, heldur koma margir eðlisþættir og áhrif til svo sem: uppeldisvenjur, metnaður, foringjahæfileikar og jafnvel fjárráð á heimilinu. í skólanáminu verð- ur það hlutverk kennarans að leiða hópinn og jafna störfum, ábyrgð og áhrifum, svo sem kostur er. Gera má ráð fyrir að vettvangskennsla fari vaxandi. Er þar átt við þá grein átthagafræðikennslu er eykur þekkingu nemenda á öðru um- hverfi en þau búa vanalega í. Borgarbörnin dvelji í sveit nokkra daga og 51

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.