Heimili og skóli - 01.06.1971, Side 10

Heimili og skóli - 01.06.1971, Side 10
Hverju á aS hafna og hvað á aS velja Lokaorð í bænum svo sem: íþróttafélög, skátafélög, tónlistarfélög, bindindisfé- lög, skákfélög, frímerkjaklúbbar, leikfélög og dansskólar sækjast líka eftir þeim, þá verða heimilin að vera fær um að hjálpa börnum sínum til þess að velja og hafna. Böm eru ekki ætíð dómbær á, hversu mikið þau geta tekið að sér, án þess að það bitni á skólanáminu, er ætíð hlýtur að gera fyrstu kröfur. Það sem að framan greinir eru aðeins nokkur atriði varðandi þróun og stefnu barnafræðslunnar sl. 100 ár. Þau eru aðeins til upprif junar og umhugsunar fyrir þá, er nú senda börn sín í skóla og geyma í eigin barmi viðmiðun frá sinni skólagöngu. Tímarnir breytast hratt og kröf- urnar aukast að sama skapi. Fyrir nokkrum áratugum töldust gagnfræð- ingar til menntamanna og höfðu þó að baki mun minna nám að yfirferð og fjölbreytni en þeir gagnfræðingar er útskrifast nú. Með sömu þróun hér og á hinum Norðurlöndunum, má gera ráð fyrir, að innan áratugs verði stúdentspróf eða hliðstæða þess að almenningseign og til háskóla- náms fari stór hluti þjóðarinnar. Þá verða þeir einir taldir menntamenn. er með frumkvæði sínu mynda nýjar leiðir og stefnur til hagsbóta þjóð- inni og mannkyninu. Því hversu fullkominn, sem skólinn kann að verða, má liann aldrei móta einstaklinginn eftir sínum geðþótta, heldur hjálpa honum til mann- dóms og þroska. Til gomons Undir harðri messugjörð sunnudag nokkurn í Reykjavík, þegar presturinn var vel upplagður og þrumaði yfir söfnuðinum, varð einni safnað- arkonunni að orði: — Ja, þar fékk vinkona mín í Kópavoginum almennilega á baukinn! ★ Frambjóðandi við kosningar heirnsótti prest- inn í því skyni að leita eftir stuðningi hans. — Áður en ég ákveð að styðja yður, langar mig til að spyrja yður spurningar, sagði prestur- inn. — Spyrjið bara, sagði frambjóðandinn. — Neytið þér áfengra drykkja? — Áður en ég svara, langar mig til að spyrja eins, sagði frambjóðandinn varkár. — Eruð þér að spyrja mig eða eruð þér að bjóða mér? ★ Kaupmaðurinn við kollega sinn, sem hann hitti á götu: — Ég 'heyrði að það 'hafi kviknað í verzlun- inni hjá þér og brunnið allur lagerinn. Mér þótti leiðinlegt að heyra þetta. — Hvað segirðu maður, það átti ekki að ske fyrr en um helgina. 54 HEIMILI OG SKOI.I

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.