Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 7
LÆKNANEMINN 7 hafa stórveldin gert fjöldann all- an af tilraunum með æ stærri kjarnorkuvopn. Þetta hefur vakið hinn mesta kvíða og miklar áhyggjur allra, sem einhverja þekkingu hafa á af- leiðingum slíkra tilrauna. Mikið af starfi erfðafræðinga og fjölda annarra vísindamanna hef- ur, frá því að fyrstu atómsprengj- unum var kastað, verið tengt rann- sóknum á afleiðingum kjarna- geisla. Og segja má að hver maður, sem vinnur að erfðafræðilegri gagnasöfnun, sé með vissum hætti þátttakandi í þessu starfi. En það eru fleiri eiturefni, sem gefa þarf gaum að, en þau, sem ég hef drepið á hér á undan. Geisla- virk efni eru nú notuð í auknum mæli með sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúkdóma. Nú orðið þykir nauðsynlegt að fara að öllu með gát, þegar geislavirk efni eru not- uð til slíkra hluta. I hverju tilviki ber að gera sér grein fyrir áhætt- unni. Er þetta nauðsynlegt? Er ávinningurinn svo mikill, að taka beri áhættuna ? Og þá þarf að gera sér grein fyrir stærð áhættunnar hverju sinni. Hafa þarf í huga ald- ur einstaklingsins og fyrri reynslu hans í sambandi við geislun og fleiri atriði. Það þykir slæmur „praxís“ að vera með þarflitlar kontrolröntgenrannsóknir á ungu fólki á mesta frjósemistíma þess, eins og t. d. endurtekin ,,kontról“ á magasári hjá konu, sem á eftir að geta börn, eða ungum manni, sem einnig á eftir að standa í stykkinu, hvað þetta snertir, hvað eftir annað. Og það eru fleiri efni, sem þarf að vera á varðbergi gegn. Það er aragrúi lyfja, sem berst í hendur læknum, og læknar eru undir mikl- um auglýsingaþrýstingi frá lyfja- framleiðendum, sem nota flest brögð til að koma framleiðslu sinni á framfæri. Vakandi vitund læknis er ein veigamesta vörn gegn hættulegum afleiðingum lyfja- notkunar. I þessu sambandi er ekki aðeins um að ræða hörmulegar afleiðing- ar eins og þær, sem fylgdu notkun thalidomids og mikið hefur verið rætt um í blöðum, heldur ýmsa hættulega aukakvilla, sem fylgt geta notkun lyfja. Innan erfða- fræðinnar hefur á síðari árum verið að fæðast ný grein, sem snertir þessa hlið málsins, lyfja- erfðafræði (pharmacogenetics). Hún verður án efa mikilvæg til að koma í veg fyrir skakkaföll af völdum vissra efna, sem nota á til lækninga. Orsakir aukaverkana af lyfjum eru margskonar. Menn þekkja nú nokkur skýr dæmi um aukaverkanir, sem eiga sér arf- bundnar orsakir. Ef við beinum huganum að læknisfræðilegri erfðafræði, er nú orðið um auðugan garð að gresja. Framfarir hafa orðið með risa- skrefum á áratugnum 1950— 1960. Nýjar aðferðir hafa gert kleift að rækta frumur líkamans í tilraunaglösum, og heppnazt hefur að búa til sýnishorn af litningum manna með nægilega auðveldum hætti, til að það verði gert í all- stórum stíl. Framvindan í lífefna- fræði hefur orðið slík, að nú eru sameindalíffræðin (molecular biology) og sameindasjúkdómar, eins og erfðagallar á sameindum líkamsvef ja mál dagsins. Samtímis hefur öll gagnasöfnun um læknis- fræðilega erfðafræði með gömlum og nýjum aðferðum fengið vind í vængi og aukna þýðingu. Menn geta fengið ,,akút“ kast af minni- máttarkennd, þegar þeir skotra augunum á allar þær myndir, sem ber fyrir, og þau nýju hugtök, sem

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.