Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Page 11

Læknaneminn - 01.06.1965, Page 11
LÆKNANEMINN 11 eð helmingur kynfruma frá for- eldri með translocation hefur eðli- lega litninga. Sjúkdómsmynd mongólbarna með „trisomi" og hinna með „translocation" verða ekki greindar sundur. Mongólismi er veigamesti sjúkdómurinn, hvað snertir tíðni og sjúkleika, sem or- sakast af göllum á autosom-litn- ingum, er greindir verða með smá- sjárrannsókn. Skal nú vikið að helztu göllum, sem tengdir eru kynlitningum. Sáðfrumur (spermatozoa) inni- halda 22 autosom-litninga og einn kynlitning til viðbótar — X eða Y — alls 23 litninga. Eggfrumur hafa allar X-kynlitning auk sömu tölu autosom-litninga og sáðfrum- ur. Samruni sáðfrumu með Y-kyn- litningi og eggfrumu leiðir til karl- kyns, en samruni sáðfrumu með X-kynlitningi og eggfrumu til kvenkyns. Slys getur hent í kynfrumu- skiptingu (meiosis) sem veldur „non-disjunction“ á kynlitningum, bæði kvenna og karla. Afleiðing bess verður, að sumar sáðfrumur karlmannsins til að mynda hafa engan kynlitning en aðrar hafa tvo, Y og X. Hið sama getur kom- ið fvrir eggfrumu. Tvær þekktustu sjúkdómsmynd- ir, sem sýna afleiðingamar af „non-disjunction“ kynlitninga, eru Turner-sjúkdómur og Kline- felter-sjúkdómur. Tafla I og II lýsa litningaformúlum þessára kvilla. TAFLA I Eðlilegar karlkynfr. 1 X Y Afbrigðil. o | ox [ OY kvenkynfrumur XX 1 XXX 1 XXY TAFLA II Eðlil. kvenkynfrumur X X Afbrigðil. karlkynfr. XY XXY XXY O xo xo Skýring: OX Turner-einstaklingur með 45 litn- inga OY Ólífvænlegur einstaklingur XXX „Superfemale" með 47 litninga XXY Klinefelter-einstaklingur með 47 litninga. Ekki skal farið út í að lýsa þess- um sjúkdómsmyndum, en á það skal minnt, að litningarannsóknir eru nauðsynlegur þáttur í rann- sókn einstaklinga með vanþroska ytri og innri kynlíffæri, ófrjósemi, endurtekin fósturlát og „primer amenorrhea." Lífefnafrœ'öilegar erfðarannsóknir. Áður var vikið að yfirgrips- miklum þætti lífefnafræðinnar í hinum stórstígu framförum í erfðafræði manna á síðustu árum. Mörg dæmi þessu til sönnunar mætti tilfæra, en í grein þessari eru aðeins tök á að skýra frá einu, sem frægt er orðið. Hjá svertingjabjóðum, einkum í Afríku, finnst arfgengur blóðleys- issjúkdómur, sigðfrumublóðlevsi (sickle cell anæmia) sjá mvnd 2. Hin sérkennilega lögun blóðkorn- anna kemur fram, þegar kornin verða súrefnissnauð. Þeir Itano og Linus Pauling urðu fyrstir til að sýna fram á, að sigðfrumu-hæmoglobin hefði aðra eiginleika en eðlilegt hæmovlobin. Síðan fundust fleiri afbrigðilegar tegundir hæmoglobins, og arf- gengir hæmoglobinsjúkdómar

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.