Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 22
LÆKNANEMINN Sleingrímur Haldursson, prófessoB*. — Ertu ánægður með núverandi form kennslugreinar þinnar, efna- fræðinnar, eða telurðu breytinga þörf? Ef svo er, hvaða breytingar vildir þú þá gera helztar ? — Það er mjög auðvelt að svara fyrri lið þessarar spurningar. Ég er ekki fyllilega ánægður og tel vera þörf ýmissa breytinga. Má raunar segja, að kennari eigi aldrei að vera ánægður með kennslutil- högun í grein sinni. Sé hann ánægður, er það miklu fremur merki þess, að hann sé staðnaður og hættur að fylgjast með, en hins, að eigi sé breytinga þörf. Miklu örðugra er að svara seinni lið spumingarinnar. Efnafræði- kennslan tók miklum stakkaskipt- um fyrir um það bil þremur árum, skint var um kennslubækur, og verklegu kennslunni var gjör- breytt. Verklegu æfingarnar eru núna miklu fjölbreyttari en þær voru áður, og teknar hafa verið upp ,,semimicro“-aðferðir. Vinna nemendur þá með miklu minna efnimagn en þeir notuðu áður, og gerðir það auknar kröfur um hreinlæti og góð vinnubrögð. Botnföll eru skilin frá vökvum með skilvindu, en ekki síuð frá, og sparast við bað mikill tími. í sambandi við verklegu kennsl- una fara nú fram sérstakar æfing- ar í dæmareikningi. Ekki er ennbá afráðið, hvaða breytingar verða gerðar næst á kennslunni. Ég hef m. a. mikinn ari í upphafi. íslenzk læknastétt stendur flestum öðrum stéttum langt að baki á þessu sviði, og hug á að endurskoða verklegu kennsluna, fella t. d. niður eitt- hvað af æfingum, sem nú eru gerð- ar, en láta gera aðrar í staðinn. Við val tilraunanna verð ég sífellt að hafa í huga, að flestir stúdent- anna hafa gert lítið eða ekkert af tilraunum í efnafræði í mennta- skóla. Máladeildar- og Verzlunar- skólastúdentar hafa auk þess lært sáralítið í eðlisfræði og án til- rauna. Tilraunir með allflóknum og vandmeðförnum mælitækjum, sem æskilegt væri, að nemendur kynntust, koma því varla til greina að svo stöddu. Ég vil að lokum leggja á það áherzlu, að ég vil gjarnan fá til- lögur um hugsanlegar breytingar á kennslunni, svo og hvers konar ábendingar frá nemendum, sem stundað hafa nám í efnafræði hjá mér. — Eru núverandi kennslubækur í efnafræði yfirgripsmeiri en hinar fyrri, að hvaða leyti eru þær aðal- lega frábrugðnar, og hvaða kosti hafa þær umfram þær að þínum dómi ? Finnst þér t. d. námsárang- ur betri, síðan þær voru teknar upp? — Um langt árabil voru kennd- ar við læknadeild Lærebog i organisk kemi eftir Einar Biil- mann. Bækur þessar komu út í mörgum útgáfum, og voru seinni útgáfurnar endurskoðaðar af Hakon Lund, og var sú bók all- miklu styttri en Lærebog i uorg- Iðnskólinn t. d. er sannkallað musteri íslenzkrar tungu miðað við læknadeild Háskóla íslands. (Ritað í apríl s. 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.