Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 27
LÆKNANEMINN
27
hver, _sem vill, og líti þó áður sér
nær. Ég hef rétt drepið á einn þátt
í þessu vandamáli, en það er marg-
þætt og ekki auðleyst. Þeim mun
meiri ástæða er að ræða það.
Og má ég þá drepa á fleira: f
heiminum er hungrið og önnur
vansæld einnig vandamál, þ. e. a.
s. mín lífsfílósófía segir það vera,
en svo hafa aðrir sína fílósófí.
Sumir eru svo heppnir, að þeirrra
fílósófí segir þetta vandamál ekki
til (fjandi eru slíkir menn heppn-
ir), og ég ber fulla virðingu fyrir
allri fílósófí, þótt öndverð sé
minni. Ég lít svo á, að okkur sé
hin mesta nauðsyn að taka þessi
mál til umræðu, ekki aðeins vegna
hugsanlegrar skyldu, heldur einn-
ig af beinum praktískum ástæðum.
Bæði okkur læknanemum er það
nauðsyn og einnig öðrum stúdent-
um, og þá sérstaklega þeim, er við
höfum kjörna okkar fulltrúa út á
við, þ. e. í stúdentaráð. Enn er það
nauðsyn stjórnendum þjóðarinnar;
það er raunar nauðsyn öllum þeim,
sem hugsa sér að njóta einhvers í
vist sinni hér á jörð.
Tökum eitt dæmi, þar sem nauð-
synin er praktísk: Enginn veit,
hvenær þjóðir þéttbýlla landa gera
kröfur um land. Það er aðeins
spurning um tíma, og við getum
ekki undrazt slíkt — né láð við-
komandi þjóðum. En þetta snertir
okkur íslendinga, fáa menn í stóru
landi. Við verðum því að diskútera
þessi mál og vera viðbúnir að taka
afstöðu til þeirra.
Það virðist liggja nærri lækni
að ræða þetta. Hann vinnur eftir
universal prinsípum, sem hann
hefur gengizt undir, og þau fjalla
m. a. beint um verðmæti manns-
lífa og hljóta því að vera byggð á
fílósófí. En því segi ég þetta, að
mér hefur virzt praxísinn ekki í
öllu samkvæmur prinsípunum.
Samkvæmt þeim er mannslíf mest
virði alls. Én læknar hinna þró-
aðri landa láta sig samt sem áður
engu skipta, þótt mannslíf týnist
unnvörpum með fjarlægari þjóð-
um. Mér hafa oft virzt læknar ó-
fúsir að ræða þetta. Ég veit ekki
ástæðuna.
Ég hef drepið á eitt tvö atriði í
vandamálum heimsins og þó ekk-
ert sagt frá eigin brjósti. Ég drap
á þetta vegna þess, hver nauðsyn
það er að mínu áliti, og vegna
þess hve dauðyflisháttur og hugs-
unarleysi eru leiðinleg fyrirbrigði.
En ég var staddur í London. Að
lokinni constipations-vikunni átti
ég eina viku eftir í þeirri borg. Það
var vikan, sem Churchill heitinn
lá dauður ofanjarðar og beið þess
að fara niður. Ég notaði hana til
að skoða borgina stóru. Mér þótti
mest koma til bókabúða hennar,
en ágætar munu líka konserthall-
irnar og það, sem í þeim er. Að
öðru leyti er Lundúnaborg ekki
merkilegri en aðrar borgir, nema
fyrir fólksfjölda, jú og skít. Skít-
ur er alls staðar, jafnt úti sem
inni, jafnt í lofti sem á föstum
hlutum. Það kann ég ekki við, enda
kominn frá hreinasta landi í
heimi. Vildi ég mikið til vinna,
að það yndislega hreina land yrði
ekki útbíað með kolareyk, og verði
þá stóriðja heldur aldrei til á ís-
landi, ef reykur skyldi fylgja. Mér
er full alvara.
En ég, smásveinn utan af Is-
landi, hafði heyrt, að London væri
svo merkileg borg. Ég ákvað að
þefa af listaverkum borgarinnar
— ég er vel mátulega snobbaður
— og ég skyldi jú verða partíhæf-
ur, er til íslands kæmi. Og ég
labbaði mig inn á British Museum,
og það var allt í lagi með það
museum; en svo fór ég daginn