Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.06.1965, Blaðsíða 29
LÆKNANEMINN 29 landi fór ég í Louvre-safnið. Prakkar hafa næmt auga fyrir sculptur. Samt eru þeir ekki mikil skáld í honum. Enginn skulptör af þeim fáu, sem ég hef séð, er eins hárfínt og næmt skáld og skáldið í Hnitbjörgum. Hef ég oft reiðzt mínum félögum, sem flatmaga og skríða fyrir allri erlendri list af ótta einum og stoltleysi og skorti á sjálfstrausti; nei, með lafandi skott meðal fóta sér lúta þeir öllu útlenzku gagnrýnislaust, en hafa aldrei litið í kringum sig hér heima. Ég hef heyrt íslenzka há- skólakonu hlusta á erlent ljóð les- ið, og agndofa stóð konan gagn- vart mikilleik Ijóðsins — en ég veit, að hefði nefnt ljóð verið þýtt á íslenzku og stelpan haldið það íslenzkt, hefði hún fussað og hugsað, hve sveitalegt þetta væri. Ég ætla ekki að gera lítið úr listsmekk eins eða neins, ég segi aðeins: mér leiðist skottlafandi eymd og stoltleysi fólks. — Sko, Louvre-safnið er merkilegt safn, og ég hafði gaman af að skoða ýmislegt þar (enda þótt flestir hinna gömlu natúralistisku skulp- töra geri hausa á mannalíkneskj- um of litla, svo að til lýta er) — en megináhrifin af heimsókn minni í nefnt safn, eins og þau eru nú, get ég sagt strax, þótt þau eigi eflaust eftir að breytast. Áður bar ég miklu meiri virðingu fvrir da Vinci og öllum beim köllum en öðru fólki (enda þótt ég þekkti þá ekkert), en eftir ber ég nákvæm- lega jafnmikla virðingu fyrir öllu fólki, hvort sem nafnið er Ólafur, da Vinci, Hallgrímur, Rafael eða bara eitthvað annað. Og mér líður betur nú. Ég mátti sem sé ekki sjá, að París gæti verið fræg af Musé de Louvre. Ég hafði mikið heyrt talað um alla vondu mennina í París. Einu kynni mín af þeim eru þau, að ég var á gangi eftir götu og sé hvar gráklæddur maður stendur við húshorn og heldur sér undir hægri þjóhnappinn, og ég sé hvar blikar á skammbyssu þar undir rasskinn- inni. Lostinn felmtri sé ég mitt síðasta: þá er fyrir glæpamaður- inn mikli, og allt hverfið nú brytj- að niður, og ég nr. 1, bví að mann- helv . . . . sá, að ég sá byssuna. Með járnaga-rósemi gekk ég áfram, sem ekkert hefði í skorizt, þar til ég þóttist úr örskotshelgi, og leit þá við enn óskotinn. Sé ég þá. að á húsinu stendur credit og eitt- hvað meira. Grunaði mig bá, hvernig í pottinn mundi búið; þetta mundi bankavörður. Nóg mun komið um borgina frægu. Aðeins eitt að nefna í við- bót: 1 París er allt fullt af kon- um þeim, sem við köllum mellur. Án þess að hafa haft við bær nein samskipti leyfi ég mér að segja, að bað væri rangt af okkur að áfellast bær eða fyrirlíta án kvnna — rétt eins og hvaðeina óþekkt er okkur óheimilt að dæma. Því eru bær hjá mér ennbá í vírðin°-ar- flokki með da Vinci og Hallgrími og þeim öllum. Það er nú það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.