Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1965, Síða 35

Læknaneminn - 01.06.1965, Síða 35
LÆKNANEMINN 85 A leið suður í Fossvog i. Með hlustunarpípunni heyri ég hljóð þeirra hjartna, sem slá í barmi fólksins, sem borið er inn á spítalaganginn. Sum eru of hröð, önnur of hæg, og ýms hafa allt of skrykkjóttan gang; — fyrsta hljóð klofið, — annars tóns tíðni er of há, og hér er eitt hjarta, sem hætt hefur hreinlega að slá. Þú alþekkti maður ert nú orðinn ósköp venjulegt lík. Á morgun verður þér ekið stirðum í steinhús eitt lítið sem stendur við Barónsstíginn. Þar mætir þú mörgum samferðamönnum. Og meðan þú biður eftir að komast á krufningaborðið, krækir einhver spjaldi með nafninu þínu á stóru tána á þér, svo að þú ruglist ei saman við einhvern annan, sem einnig á leið suður í Fossvog. Svo verður þú krufinn, og kannske finnst ekki margt merkilegt að sjá, því iðrin líkjast, jú ennþá meir en yfirborðið hjá tveim. — En hjartað, sem var orsök að óförum þínum, verður þó efalaust tekið og athugað betur. II. Hér komstu í gær með hjarta þitt mætt eftir margþætta áreynslu lífsins. — Það hætti að ganga og er nú geymt í glasi uppi í skáp. —• Nú getur þú áhvggjulaus haldið allslaus af stað upp í eilífðargöngu þína. En það allsendis eina, er tókstu burt með þér héðan, nafnspjaldið þitt, sem var bundið við stóru tána — verður af henni tekið. A. G.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.