Læknaneminn - 01.06.1965, Side 37
LÆKNANEMINN
37
til að taka næst fyrir tillögur til laga-
breytinga, sem dreift hafði verið á síð-
asta fundi, og vildu menn heldur kjósa
í embætti eftir nýjum lögum en göml-
um.
Voru nú tillögurnar teknar til um-
ræðu, en að þeim stóðu Baldur Fr. Sig-
fússon, Bjarni Þjóðleifsson og Jón G.
Stefánsson. Urðu þó nokkrar umræður
um tillögur þeirra félaga. Hrafn V. Frið-
riksson bar fram breytingartillögu á þá
leið, að einn ritnefndarmanna skyldi úr
I. hluta. Var sú tillaga felld. Er um-
ræðum linnti, voru tillögurnar um hin
nýju lög félagsins bornar undir atkvæði
og samþykktar með nokkrum breyting-
um. Féllu þá úr gildi hin eldri lög fé-
lagsins frá 8.3. 1955 ásamt viðaukum
og breytingum. Var þar margt úrelt
orðið.
Þessu næst var kosin stjórn félagsins
og aðrir embættismenn samkvæmt hin-
um nýju lögum.
Stjórn varð sjálfkjörin:
Formaður:
Þórður Harðarson, III. hl.
Ritari:
Gunnlaugur Geirsson, III. hl.
Gjaldkeri:
Þorvarður Brynjólfsson, II. hl.
Meðstjórnendur:
Einar Sindrason, I. hl. og
Þórarinn Sveinsson, I. hl.
Varastjórn varð sjálfkjörin:
1. varamaður:
Guðjón Magnússon, I. hl.
2. varamaður:
Skúli Johnsen, II. hl.
Ritnefnd varð sjálfkjörin:
Ritstjóri:
Gunnsteinn Gunnarsson, III. hl.
Ritst jórnarmenn:
Kristján Eyjólfsson, II. hl. og
Magnús Skúlason, III. hl.
Gjaldkeri:
Skúli Johnsen, II. hl.
Auglýsingastjórar:
Hildur Viðarsdóttir, I. hl. og
Margrét Georgsdóttir, I. hl.
Sjálfkjörnir urðu:
Stúdentaskiptastjóri:
Viðar Hjartarson, II. hl.
Ráðningastjóri:
Eyjólfur Haraldsson, III. hl.
Kvikmyndasýningast jóri:
Halldór Baldursson, I. hl.
Formaður kennslumálanefndar:
Guðmundur Sigurðsson, II. hl.
1 kennslumálanefnd voru auk hans
kosnir:
Brynjólfur Ingvarsson, III. hl. og
Kristján Eyjólfsson, II. hl.
Endurskoðendur voru kosnir:
Snorri Sveinn Þorgeirsson, II. hl. og
Þorkell Bjarnason, I. hl.
Að kosningum loknum voru teknar
fyrir tillögur um nýjar reglugerðir fé-
lagsins, og stóðu að þeim hinir sömu
og að lögunum. Var fyrst tekin fyrir
reglugerð um aðild félagsins að stærri
samtökum, og voru þær tillögur sam-
þykktar óbreyttar eftir litlar umræður.
Meiri umræður urðu um tillögur til
reglugerðar um kennslumálanefnd. Kom
fram talsverð gagnrýni frá Viðari Hjart-
arsyni og Valgarði Egilssyni. Tillaga
kom fram frá Gunnari Þór Jónssyni um
skipulagt umsjónarmannakerfi, þannig
að eldri stúdentar í I. hl. taki að sér
umsjón með námi hinna yngri og mið-
hlutamenn aðstoði I. hluta menn við
skipulagningu námsins. Tillögu þessari
var vísað frá. Viðar Hjartarson lagði
til að 4. grein tillagnanna, þar sem
segir: . . „ skal kennslumálanefnd leitast
við að fá því framgengt, að fulltrúi
læknanema fái fundarsetu á deildar-
fundum, þegar þau mál eru til umræðu,
sem varða nemendur deildarinnar al-
mennt, eins og segir í 21. gr. reglugerð-
ar H.l. . .“, yrði felld niður, þar sem
þetta væri hlutverk stjórnar félagsins,
en ekki kennslumálanefndar. Fundurinn
samþykkti tillögu Viðars. Voru síðan til-
lögurnar bornar undir atkvæði í heild
með talinni breytingu og reglugerðin
samþykkt samhljóða.
Tillögur um nýja reglugerð um náms-
ferðir voru samþykktar samhljóða.
Umgetnar þrjár reglugerðir öðluðust
þegar gildi.
Mönnum varð tíðrætt um tillögur þre-
menninganna til reglugerðar um ráðn-
ingar. Komu fram ýmsar skoðanir
manna við misjafnar undirtektir, og
verður ekki rakið hér, en tillögum þess-
um var frestað til næsta fundar.
Var þá dagskrá afgreidd, svo sem
verða mátti, og menn teknir að þreyt-
ast á langri fundarsetu.
Þá kom fram eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur Félags læknanema 1965
samþykkir að flytja Auðólfi Gunnars-
syni, fyrrverandi formanni Stúdentaráðs
H.I., sérstakar þakkir fyrir mjög vel
unnin störf í þágu Stúdentaráðs og þar
með stúdenta og Háskólans. Fundurinn
telur, að Auðólfur hafi með formanns-
starfi sínu mjög aukið hróður þeirrar
stefnu i málefnum stúdentaráðs, sem
þorri læknanema hefur barizt fyrir nú
um nokkur ár.“