Læknaneminn - 01.06.1965, Qupperneq 40
LÆKNANEMINN
40
TtjTSTJðRNfiR-
towm
Ritstjórnarþankar á vori ætti pistill-
inn sá ama eiginlega að heita. Að
minnsta kosti ríkir hér ósvikinn vor-
blær í lesstofu læknanema i Landspítal-
anum, þar sem þetta er ritað; barsmíð
og læti rétt handan við þilið í nýbygg-
ingunni; einhvers staðar emjar loftbor;
utan úr grunni Hjúkrunarskólans ber-
ast skruðningar ýtu og annarra mokst-
urstóla, og cðru hverju glymja hressi-
legar sprengingar til að styrkja taugar
prófmannanna, sem iða hér yfir skræð-
unum, þvalir í lófum og teknir til augn-
anna. Mönnum er eins gott að hafa
styrka skapgerð, eigi þeir að standast
þennan dýrðaróð til vorsins; að ekki sé
nú minnzt á dvalargesti þessarar frið-
sælu stofnunar, sjúklingana.
En það eru fleiri en prófmenn og aðr-
ir sjúklingar spítalans, sem líður ekki
sem bezt um þessar mundir. Lærifeður
okkar hafa fyrir löngu séð á bak flest-
um lærisveinum sínum og gráta nú
höfgum tárum í leynum. 1 staðinn reyna
þeir, sem þess eiga kost, að fá útrás
fyrir þekkingu sína og mælsku yfir
námskeiðsstúdentum, sem hafa varla við
að melta vísdóminn, uppveðraðir af
þeirri umhyggju og alúð, sem umvefur
þá á deildunum. Auk þessa hafa kenn-
ararnir tekið einhvern kennslumálakipp,
ef svo má segja, því að boðað hefur
verið til fundar allra kennara deildar-
innar og fulltrúa læknanema, þar sem
ræða á kennsluna i deildinni. Vonandi
má líta á þennan fund sem einskonar
vorboða í þessum vanræktu málefnum.
Já, dagarnir lengjast og dimman flýr
i sjó, og ekki eru þar höfuðskepnurnar
c!nar að verki. Dag nokkurn kom hér
maður inn á lesstofuna, sannkallaður
boðberi Ijóssins, með bordrelli einn mik-
inn og annan vígbúnað, svo að íbúar
herbergisins flúðu, enda keyrði þá há-
vaðinn fyrst úr hófi. Skildi hann eftir
leslampa tíu, kirfilega festa. Er nú út-
rýmt hálfrökkri því, er rikti í lesbásum
okkar í vetur, og svo eru prófmenn
hrifnir af lömpunum, að þeir lesa nú
um lágnættið til að geta notið birtu
þeirra þessa smástund, sem sólin er á
bak við norðurf jöllin.
Með hækkandi sól breytist líka sitt
hvað fleira hér á spítalanum, t.d.
þrengja duttlungar tízkunnar sér inn
hér sem annars staðar. Má e.t.v. einna
gleggst sjá það á kollunum á blessuðu
kvenfólkinu, hvort sem mönnum líkar
sú hárstýfing betur eða verr. Einu góðu
hefur hún þó líklega komið til leiðar:
Hárum hefur farið fækkandi í matn-
um, og finnast nú engin á borð við það,
er undirritaður lét upp í sig eitt sinn í
vetur, 50 cm langt, ljósgullið og lakk-
að. Annars er maturinn hérna alls ekki
svo fráleitur og varla tiltökumál, þótt
hann hafi einstaka sinnum gengið með
greiðara móti gegnum mannskapinn.
Einkum er kvöldmaturinn fjölskrúðug-
ur, svo að aðdáun vekur, þó kannski
megi segja, að stundum keyri hug-
kvæmnin I salattilbúningi lítið eitt úr
hófi. Mun undirritaður seint gleyma
svipnum á einum ágætum starfsbróður,
þegar hann uppgötvaði togleðurstuggu
í salatinu sínu og skilaði henni hið
snarasta á diskinn aftur, enda var hún
orðin bragðlaus og seig undir tönn. —
En þetta var nú útúrdúr, að vísu vel
skiljanlegur, því að alltaf er maturinn
dálítið hugstæður, og mörgum um of.
Hafi mönnum ekkert minnkað matar-
lystin eftir þennan lestur, mætti vel
geta þess í lokin, að Félag læknanema
hyggur nú á glæsilega reisu í gróand-
anum austur í sveitir, og er þar í inni-
falin máltíð ein, væntanlega ekki af
verri endanum. Er nánari upplýsingar
að finna á öðrum stað í blaðinu, og
skulu læknanemar eindregið hvattir til
að grípa þetta einstaka tækifæri til að
hrista af sér vetrarrykið, þótt falla
kunni á þá annað ryk í staðinn. Góða
ferð! ‘ B. F. S.