Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 13
LÆKNANEMINN 13 leitt tíðari á konum en körlum. Nokkur frávik eru frá þessari reglu, og skulu þau athuguð sér- staklega. 1 yngsta aldursflokki beggja rannsókna er kjálkagarður tíð- ari hjá körlum en konum. Hvað beinaflokkinn snertir, er vafasamt að leggja upp úr þessu, bæði vegna þess, hve fá bein eru í flokknum og svo vegna hins, að kynákvörðun beina í þessum aldursflokki er mun óábyggilegri en í hinum. En hvað viðvíkur barna- og unglingaflokkunum frá 1962, þá er kynmunurinn ótvíræð- ur á kjálkagarðinum, og ætti það þá að tákna, að hann myndist fyrr hjá körlum en konum, en eftir tvítugsaldur er garðamyndunin mun örari hjá konum en körlum. Það mætti hugsa sér, að það standi eitthvað í sambandi við barneignir kvenna (sjá síðar). I rannsóknarhópnum frá 1962 fer görðunum reglulega fjölgandi með vaxandi aldri í karlaflokkunum, en aldursflokkar kvenna hafa nokkra sérstöðu, Þar eru góm- garðar almennari í tveim yngri aldursflokkunum heldur en í þeim eldri tveim, og raunar eru þeir fleiri í yngsta flokknum en hjá konum eldri en 19 ára í heild. Ég kem ekki auga á frambæri- lega skýringu á þessu fyrirbæri. Menn fæðast ekki með gómgarð svo gera má ráð fyrir, að þeim fjölgi með aldrinum a. m. k. fram undir fimmtugt, því ekki er vitað til, að gómgarður hverfi aftur, ef hann á annað borð hefur myndazt. Öðru máli gegnir mn kjálkagarða, sem eru staðsettir á tanngarði, en hann eyðist þegar tennur missast og má þá gera ráð fyrir, að kjálka- garðurinn hverfi einnig með hon- um, a. m. k. benda beinarannsókn- irnar til þess. Úr þeim hef ég sleppt þeim kjálkum, sem voru með það eydda tanngarða, að ekki er hægt að dæma um, hvort kjálka- garður kynni að hafa verið stað- settur þar. Enþeirvoruörfáir,sem þannig var ástatt um, enda aðeins einn kjálki algerlega tannlaus við lát mannsins. 1 rannsóknunum frá 1962 eru allir utan tannleysingjar, og það þó ekki væri nema ein tönn eftir. Nú má telja líklegt, að þeg- ar búið sé að missa mikinn hluta tannanna, þá sé tanngarðurinn orðinn það eyddur, að eitthvað af kjálkagörðunum hafi einnig eyðzt. Ennfremur er það alkunn stað- reynd, að konur missa fyrr tenn- ur en karlar, sérstaklega ef þær hafa staðið í barneignum. Tel ég það eðlilegustu skýringuna á því, hve kjálkagarðar eru fáir í ald- ursflokki kvenna eldri en 49 ára. Af þeim 3455 mönnum, sem rann- sakaðir voru 1962, voru 956 tann- leysingjar eða meira en f jórði hver maður (27,7%). Af þeim eru 1.9% með gómgarð og 2,8% með kjálka- garð, en ekki er þess getið, hvern- ig þeir skiptast á kynin. Það verður ljóst af töflu 1, að við allan samanburð á görðum milli hópa eða þjóða verður að hafa nána hliðsjón af aldri og kyni einstaklinganna í hópunmn til að geta metið niðurstöður réttilega. Ennfremur er það lík- legt, að bezti samanburðurinn á tíðni garða milli beina- og manna- rannsóknanna íslenzku fáist með því að bera saman fullorðna á aldrinum 20—49 ára í manna- rannsóknumun og aldursflokkana adult-senil í beinarannsóknunum og telja þar aðeins þá garða, sem ég hef táknað sem greinilegir og áberandi. Þannig er tafla 2 unn- in, en hún sýnir aldabreytileika á tíðni garða. Af töflu 2 sést, að frá fyrsta til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.