Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 46
LÆKNANEMINN iS samræmis þeim reglum, sem hér gilda. Helzta nýmælið í reglugerðinni, þ.e.a.s. setning reglna um sérfræði- viðurkenningu almennra lækna, mun eflaust orka tvímælis, en þar hafði nefndin það megin sjónar- mið að leiðarljósi, að hinn verð- andi sérfræðingur í almennum lækningum hefði sem víðtækasta þekkingu á læknisfræði og sem víð- tækasta starfsreynslu, áður en hann hæfi sjálfstæð störf. Þá var einnig reynt að haga námskröfum þannig, að hinn verðandi sérfræð- ingur gæti numið sem mest hér heima á sjúkrahúsum og í vænt- anlegum læknamiðstöðvum eða undir handleiðslu. Vafalaust á eftir að breyta þess- um reglum verulega, og mun reynslan leiða í Ijós, hverjar þær breytingar ættu að verða. Eins og fyrr hefir verið sagt í þessari grein er hún í aðalatriðum lausir þankar, sem ef til vill eru algjörlega óþarfir. Það, sem lækna- stúdentinn spyr um, þegar hann leggur út á hina löngu og oft tor- sóttu námsbraut, læknisfræðina, er fyrst og fremst: Hverjar eru líkumar til þess, að ég geti að loknu námi fengið starf, sem veitir mér og fjölskyldu minni félagslegt öryggi og sjálfum mér fræðilega og starfslega fullnægingu? Sá, sem þetta ritar, skar sig í fingur árið 1943 og leitaði með sár sitt á handlæknisdeild Landspítal- ans, sem þá var jafnframt slysa- varðstofa. Læknir sá, er veitti hon- um fyrstu hjálp, hafði nasasjón af því, að hinn slasaði væri stúdent og í þann veginn að hef ja háskólanám. Spurði hann um, hvert ferðinni væri heitið og fékk svarið, að stefnt væri í læknisfræði. Læknir- inn taldi þetta hið mesta óráð, og sagði, að þörfin fyrir lækna á Islandi væri þegar uppfyllt,, og innan fárra ára mundi fjöldi lækna ganga hér atvinnulaus og væntan- lega verða að keppa við eyrar- vinnumenn um vinnu. Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar, og í haust stóð höfundur sjálfan sig að því, að halda nokkurn veginn sömu ræðuna yfir dóttur sinni, sem er að hefja nám í læknisfræði. Nú hefir verið í ráði að tak- marka aðgang að læknadeildinni sökum þess, að við framleiddum of marga lækna, og ennfremur, að læknadeildin réði ekki við að kenna öllum, sem óskuðu eftir inngöngu í deildina. Binda skyldi inngöngu við ákveðna lágmarkseinkunn á stúdentsprófi. Þessi takmörkun kom þó eigi til framkvæmda að þessu sinni fyrir eindregna and- stöðu stúdenta. Þessi aðferð hefir verið reynd bæði í Noregi og Sví- þjóð, og bæði þessi lönd búa við læknaskort. Hingað til hafa allar spár um læknafjölda, miðað við íbúatölu eða fjölda sérfræðinga, reynzt vera út í bláinn, og alls staðar í heiminum ríkir lækna- skortur, jafnt hér á landi sem ann- arsstaðar. Vafalaust mætti með bættri skipulagningu heilbrigðisþjónustu minnka þörfina fyrir svo lang- menntaða sérfræðinga sem læknar eru, en vafasamt er, að læknishjálp sú, sem tæknimenntað aðstoðarfólk veitti, mundi talin fullnægjandi nema í þeim löndum, þar sem læknaskorturinn er hvað mestur. Meðan svo er og meðan ekki verður séð fram á, að tölvur og tæknifræðingar taki að sér alla læknisþjónustu, er óþarfi að letja stúdenta þess að hefja læknanám eða gera ráðstafanir til þess að hindra inngöngu í lækna- deild, aðrar en þær, sem óhjá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.