Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 76
66 LÆKNANEMINN TIL HAMINGJU — EÐA HVAÐ ? I upphafi máls er rétt að óska pró- fessorum og stúdentum læknadeildar, guði og föðurlandi til hamingju með hina nýju reglugerð deildarinnar. Með undirritun hennar er stigið fyrsta skref í framfaraátt fyrir deildina í fjölda- mörg ár. Fjölmargir hafa unnið að undirbúningi þessarar reglugerðar, og eru stúdentar þeim þakklátir fyrir vel unnið starf. En því miður verður ekki hjá því komist að gagnrýna ýmislegt, sem hefði betur mátt fara, því sums staðar eru réttindi stúdenta stórlega skert, svo ekki sé meira sagt. Fyrst í reglugerðinni er gert ráð fyr- ir, að deildin geti sett lágmarkseink- unnir á stúdentsprófi sem skilyrði inn- töku. Flestum eru I fersku minni við- brögð stúdenta sl. sumar, er einkunn- artakmörk voru sett. Þar komu fram mörg rök gegn þeim takmörkunum. Eru þau öll enn í fuliu gildi. Er leitt til þess að vita, að yfirvöld skyldu ekki taka meira tillit til vilja stúdenta í þessu máli en raun ber vltni. Ef ekki verður fallizt á þá kröfu að fella ofangreint ákvæði niður, þá ætti að skjóta þvi ákvæði inn í reglugerðina, að lágmarks- einkunnartakmörk verði að tilkynna með árs fyrirvara hið minnsta. Yrði það ögn manneskjulegra gagnvart nýstúd- entum en sá háttur, sem var hafður á sl. sumar. 1 reglugerðinni er gert ráð fyrir því, að deildarráð vinni að mestu þau störf, sem deildarfundir hafa hingað til fjall- að um. En aðeins er gert ráð fyrir, að einn stúdent skuli sitja fundi deildar- ráðs. Með síðustu breytingum á háskóla- lögunum er gert ráð fyrir, að stúdent- ar eigi 2 fulltrúa á deildarfundum. Þar sem starfssvið deildarráðs og deildar- funda er mjög líkt, er það ekki nema eðlilegt (og í raun er annað ólöglegt), að stúdentar eigi 2 fulltrúa á fundum deildarráðs. Skipan kennslunefndar er næsta furðuleg. 1 henni eiga sæti hvorki meira né minna en 11 menn. Það eitt útilokar möguleikann á sæmilegu starfi. Af þessum 11 mönnum eru aðeins 3 læknanemar. Nú eru starfandi í flestum deildum námsnefndir með svipuðu starfssviði og þessi kennslunefnd. 1 þeim eru 2 stúdentar og 2 kennarar. Er því lagt hér til, að annaðhvort verði í nefndinni aðeins 4 eins og í öðrum deildum, eða að stúdentar verði a. m. k. 6 og þá einn af hverju námsári. Þá er komið að því atriði, er kemur hvað harðast niður á stúdentum. I reglugerðinni er aðeins gert ráð fyrir, að próf verði haldin einw sinni á ári. Ef maður fellur eða einhverra hluta vegna getur ekki farið í próf að vori, þá verð- ur hann að bíða í heilt ár, þar til hann getur gengizt undir próf aftur. Þetta er gjörsamlega óviðunandi. Það er sann- girniskrafa, að mönnum verði gefinn kostur á að gangast undir haustpróf, hafi þeir fallið að vori eða hafi ein- hverjar gildar ástæður verið fyrir því að fresta prófi. Hér hafa verið rakin þau atriði, sem helzt eru aðfinnsluverð í hinni nýju reglugerð, en eflaust mætti finna margt fleira. Stúdentar geta enn, ef þeir kæra sig um, fengið ýmsum ákvæðum reglu- gerðarinnar breytt. Er því mál til kom- ið, að stúdentar vakni og verji sín sjálf- sögðu réttindi. Högni Óskarsson KENNSLUNEFND Það er alveg makalaust með okkar annars ágætu lærifeður, hvað þeir virð- ast eiga erfitt með að koma sér saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.