Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 5

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 5
JÓN STEFFENSEN, prófessor: Þœttir úr líffrœði íslendinga Fyrirlestur fluttur í Félagi lækuanema 14. nóv. 1968. Góöir lœknanemar! Þegar ég lofaði að ræða í félagi yðar um mannfræði Islendinga, var mér vel ljóst, að efnið væri of umfangsmikið til þess að unnt væri að gera því skil í einum fyr- irlestri, ef fara ætti út í einstök atriði. Á hinn bóginn eru tölur einar saman þurr lesning og til- gangslaus, sé ekki gerð nánar grein fyrir hvað leggja megi upp úr þeim. Ég hef því kosið að leggja málið niður fyrir yður á sama veg og ég hef gert fyrir mér sjálfum, er ég leitaðist við, endur fyrir löngu, að skapa mér heildarsýn yfir viðfangsefnið. Síð- an mun ég reyna með fáum dæm- um að varpa ljósi á þau vanda- mál, sem við er að etja í sambandi við mat á skyldleika þjóða og breytingum á útliti þeirra. Þeim, sem sitthvað hafa hugs- að út í líffræði mannsins og kunnir eru sögu íslendinga, er Ijóst, hversu ákjósanlegur efnivið- ur íslenzka þjóðin er til rannsókna á sviði erfðafræðinnar og því, sem áhugi minn hefur sérstaklega beinzt að, þróunarsögu mannsins. Fyrir 11 öldum settist hér að á óbyggðu landi hópur manna, sem var upphafið að íslenzku þjóðinni, er síðan hefur búið í landinu án teljandi innstrejmiis nýrra kona (erfðaeind, gen). Þess vegna er hægt að útiloka það sem orsök til breytinga, er kynnu að hafa orðið á þjóðinni. Lífvera mótast af konasafni hennar og ytra umhverfi allt frá frjóvgun til dauða. Samkvæmt þróunarkenningimni er úrval nátt- úrunnar, eða ytra umhverfis, ann- ar aðalþátturinn í þróun tegund- anna. Að því er bezt verður séð, eru rökin fyrir úrvali haldgóð, en til þess að um úrval geti verið að ræða þarf að vera úr einhverju að velja. Þar er komið að himnn meginþætti þróunarkenningarinn- ar, breytileikanum (variation), sem því miður er ekki eins ljós og sá fyrri. TJrval mundi smám saman draga úr breytileikan- um, ef ekki væru fyrir hendi öfl, sem ykju á hann. Þegar tegund hefur búið um tíma í sama um- hverfi, kemst á jafnvægi milli úr- vals og aflanna, sem auka breytileikann svo konasafn henn- ar helzt óbreytt, meðan eng- in breyting verður á umhverf- inu. Það, sem viðheldur breyti- leikanum, er nefnt stökkbreyting (mutation) og má segja, að það, sem mn það er vitað, sé lítið ann- að en nafnið tómt, enn sem komið er. Við vitum, að stökkbreyting, eða skyndileg uppkoma nýs eigin- leika meðal tegundarinnar, getur stafað af tvöföldun eða tapi á litningi eða litningshluta, umsnún- ingi og rangri tengingu á litnings- hlutum við „crossing over“, en um það, sem er aðallinn, uppkoma nýs kons í konasafni tegundarinnar, er ekkert að gagni vitað. Nauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.