Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 6
6 LÆKNANEMINN synlegt er að hafa í huga þessi al- mennu atriði til skilnings á rök- semdafærslu minni í því, sem á eftir fer. Vil ég enn árétta, að úr- val náttúrunnar er á konasafn tegundar hóps, flokks eða þjóðar, en ekki á konasafn einstaklings. Hins vegar er hið síðarnefnda það svið, er aðallega veit að lækninum. Fyrsta spurning mín, viðvíkj- andi myndun og þróun íslenzku þjóðarinnar, var um uppruna hennar, eða hvaðan henni kom það konasafn, er hún hóf göngu sína með. Betri heimildir eru til um landnám íslands en nokkurs ann- ars lands, sem ég þekki til, þar sem eru Islendingabók og Land- námabók. Þær segja báðar, að landið hafi byggzt úr Noregi. Mál- ið og önnur menning, einnig kumlfundir, styðja mjög þá frá- sögn. Frá menningarsögulegu sjónarmiði er þetta rétt, og marg- ir hafa látið sér það nægja og ekki farið frekar út í þá sálma. Líffræðingur þarf þó að vita gleggri deili á efninu, því mál og menning gefur enga vissu um hina líffræðilegu hlið málsins. Það kemur víst engum til hugar, að Engil-Saxar hafi nokkurn tíma verið í meirihluta á Bretlandseyj- um, þó að mál þeirra og menning sé nú víðast hvar ríkjandi þar. Hvaða merkingu á þá að leggja í „byggðist úr Noregi“? Eftir að Ari fróði hefur skýrt frá þessu í tslendingabók, telur hann upp tignasta landnámsmanninn í hverjum landsfjórðungi og getur þess um þrjá þeirra, að þeir séu norrænir. Einn þeirra er Helgi magri, sem á írska móður, og tveir þeirra koma ekki úr Noregi til Islands. Þetta sýnir, að fyrir Ara vakir, að landnemarnir hafi verið ættaðir úr Noregi og af norsku bergi brotnir. Hann skýrir hér frá á sama veg og íslenzkir ættfræðingar hafa alla tíð gert, þegar þeir vilja segja deili á ein- hverjum. Þannig er sagt um mann, að hann sé ættaður úr Ár- nessýslu eða af Bergsætt, enda þótt aðeins lítið brot af konasafni mannsins sé frá Árnesingum eða Bergi komið. Hér skal ekki farið frekar út í sögulegar heimildir fyrir uppruna þjóðarinnar, en það er álit mitt, að út frá þeim sé ekki hægt að segja nákvæmlega til um, hver hlutur hinna ýmsu þjóða hafi verið í konasafni landnem- anna. Ég tel ólíklegt, að hlutur Norðmanna hafi verið innan við 50% eða meiri en 70%. Önnur leið við leit að uppruna þjóðarinnar er rannsókn á víkinga- aldarbeinum manna hér á landi og í þeim löndum, sem landnemarnir komu frá. Slíka rannsókn hef ég gert, og var niðurstaða hennar, að íslenzku víkingaaldarbeinin eru, hvað mörg málanna snertir, ólík- ari þeim norsku en sumum beina- flokkum frá Bretlandseyjum, einkum Irlandi (14). Þessi niður- staða virðist stangast á við sögu- legar heimildir og er því nauð- synlegt að rannsaka gildi beggja rannsóknaraðferða, ef rétt mat á að fást á uppruna Islendinga. Þeg- ar hefur verið getið um matsatriði í sambandi við sögu og menningu, en nú skulum við athuga mann- fræðilegu hliðina. Þar var eins og fyrr segir byggt á mældum eigin- leikum, málum, en öllum er þeim sameiginlegt að vera fjölkona (polygenic) eiginleiki, þ. e. orðinn til fyrir samstarf margra kona og ytri áhrifa. Því miður stöndum við nálega í sömu sporum og frumherjar erfðafræðinnar hvað snertir möguleika til að aðgreina þessi atriði, hvað mörg kon séu að verki, hver sé þáttur hvers og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.