Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 17
LÆKN ANEMINN 17 blóðsókn af völdum bólgu eða mikils tyggingarstarfs. Þó að fæði úr dýraríkinu hafi örvandi áhrif á myndun beggja garða, þá er engin náin samsvörun á milli þeirra (correlations-coefficient er lágur). Bendir það til þess, að aðrir þættir í myndun þeirra séu sérhæfir fyrir hvorn þeirra, og á það vafalaust við um erfðaþáttinn og hugsanlega einhver staðbund- in ytri áhrif. Að lokum skulu athugaðir garðar á hauskúpum frá nokkrum nágrannalöndum okkar (sjá töflu 3). Munurinn á tíðni garða í íslenzku flokkunum I—-III í töflu 2 og töflu 3 stafar af því, að í þeirri síðarnefndu er stærð- in „vottur“ með í garðatal- inu. Fjórði íslenzki flokkur- inn í töflu 3 er hauskúpur úr Haffjarðarey og frá Álftanesi á Mýrum, sem Vilhjálmur Stefáns- son og Hastings söfuðu, en Hooton rannsakaði (7). Nálega % hlutar þessara hauskúpa eru úr Haf- f jarðarey og svara til tímabilsins II hjá mér, en hinar svara til tímabilanna n og m. Tölum Hooton’s og mínum ber vel sam- an, þegar haft er í huga, að af þeim 14 hauskúpum úr Haffjarð- arey, sem eru í mínu safni, eru 78,6% með gómgarð og allir kjálk- arnir (ellefu) með kjálkagarð. Á hinum fornu Islendingum í Græn- iandi virðist gómgarður almennari en í heimalandinu, en kjálkagarð- ar svipaðir að tíðleika í báðum löndunum. Eskimóar í Grænlandi eru aftur á móti með mun færri gómgarða en hinir fornu íslend- ingar, en kjálkagarðar Eskimóa eru svipaðir að tíðni og begar þeir voru í hámarki meðal Islendinga. Þessu er öfugt farið með hina norsku Lappa, þar er gómgarður álíka tíður og til forna hér, en kjálkagarður mun fátíðari. Því miður eru upplýsingar um garða á landnámsöld frá þeim landssvæð- um, sem landnemarnir komu frá, allt of ófullkomnar til þess að hægt sé að mynda sér haldgóða skoðun á tíðni garða meðal land- nemanna. Af efniviðnum í töflu 3 má ætla, að um 40% landnemanna úr Noregi hafi verið með gómgarð, en varla yfir 17% þeirra með kjálkagarð. Einnig má gera ráð fyrir, að 40—50% landnemanna frá írlandi hafi verið með kjálka- garð og um 12% með gómgarð. Eðlilegast er að líta svo á, að þessi mikli munur, sem er á hlutfallinu milli góm- og kjálkagarða í Noregi og Bretlandseyjum stafi af mis- mun á tíðni þessara kona, sem sér- hæf eru fyrir hvorn garð. Gert er þá ráð fyrir, að ytri áhrif verki tilsvarandi á báða garða. Til þess að fá sama hlutfall á milli góm- og kiálkagarða meðal landnema og hjá Islendingum á árunum 900— 1100, þá þarf að hafa verið nálega jafnt af norsku og írsku blóði í landnemunum, sem hefðu þá verið með 26% góm- og 33% kjálka- garða. Enginn líti þó á þetta sem annað eða meira en fræði- legan möguleika til að reikna dæmið um uppruna Islendinga, enda þótt forsendurnar, sem hér hafa verið settar fram, reynd- ust réttar og völ væri á ábyggileg- um tölum um tíðni garða á land- námsöld í þeim löndum, sem land- nemarnir komu frá. Þá ályktun virðist þó mega draga af þeim tölum, sem þegar eru fyrir hendi, að báðir garðar hafi verið fátíðari meðal landnemanna en í hópnum 900—1100. Görðunum hefur þá fjölgað nokkuð ört meðal fyrstu kynslóðanna í landinu, væntan- lega vegna aukinnar nevzlu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.