Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 36
32 LÆKN ANEMINN Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Hérlendis þekkist hún líklega ekki í dag. Amfetamín hefur svipaða verk- un og kókaín. Misnotkun þess byrjaði að ráði eftir síðari heimsstyrjöldina, en það var eitt- hvað notað handa hermönnum, áður en þeir lögðu út í bardaga. Ávanamyndun í amfetamín er al- geng, en síður fíknmyndun. Þol myndast þó gegn lyfinu, en ekki koma fram fráhvarfseinkenni nema e. t. v. geðdeyfð. Eftir lang- varandi notkun sést geðveiki eins og eftir kókaín (3). Amfetamín hefur verið notað við ýmsa sjúkdóma, m. a. geð- deyfð og einnig sem megrunarlyf, en það dregur úr matarlyst. I dag er það aðeins talið eiga rétt á sér til meðferðar á tveim sjaldgæfum sjúkdómum, skyndisvefni fnarco- lepsia) og einni tegund af riðu- lömun (postencephalitiskum Parkinsonisma). Einnig er það notað við barbítúrsýrueitrun, og á björgunarbátum er það yfirleitt með í sjúkrakassanum (smbr. hermennina). Það ættu því að vera fáir sjúklingar, sem þurfa að nota þetta lyf að staðaldri, en notkun þess er í litlu samræmi við bað. Einkum er mikið selt af af- brigðinu dexamfetamíni, sem er nokkru sterkara en amfetamín. Sala þessara lyfja er að mínum dómi svartasti bletturinn á sölu ávanalyfja, því útgáfa bessara lyfseðla getur ekki verið neitt óviliaverk. Síðastliðið vor var bönnuð hér sala á fenmetralíni, sem hefur svipaða verkun og amfetamín. Það var mikið selt sem megrunarlyf og var bekktast undir sérlyfja- heitinu Preludin (,,prelli“). Það var misnotað óskaplega mikið, einkum af ungu fólki og var talið það lyf, sem mest var misnotað í Svíþjóð, meira en t. d. kannabis, sem var efst á listanum í Dan- mörku (5). Methylfenídat (Ritalin) hefur svipaða verkun og þessi lyf og hef- ur oft verið notað, eins og raunar amfetamínin, handa gömlu fólki, sem er gjarnt á að snúa við sólar- hringnum. Nú munu e. t. v. ein- hverjir telja slíka notkun réttlæt- anlega, en menn skyldu þá vera vissir um, að það séu ekki barna- börnin, sem nota lyfið (14). Efedrín er skylt adrenalíni og hefur verkun á taugar og slétta vöðva, en einnig örvandi verkun á miðtaugakerfið. Það hefur verið misnotað í vaxandi mæli, m. a. hérlendis. Koffein er einnig örvandi og hefur væga ávanamyndandi eigin- leika. Það veldur þó ekki vímu, og því er notkun þess talin hættu- laus og þykir reyndar meira en sjálfsögð. Neytandinn. Það er alkunna, að aðeins lítill hluti þeirra manna, sem nota áð- urtalin lyf, mun misnota þau. Hversu stór sá hópur er miðað við allan neytendahópinn, er raunar þýðingarmikið lyfjafræðilegt atriði, því það er mælikvarði á ávanahættu viðkomandi lyfs. Ef læknir hefði slíka vitneskju undir höndum, gæti hann af meira ör- yggi valið hin hættuminni lyf handa þeim sjúklingum, sem hann telur varasamasta. En það atriði er aftur á móti erfitt að mæla í tölum og hundraðshlutum. Ýmsir telja, að þrjú skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að einhver maður byrji að misnota lyf: 1) að hann hafi gallaða geð- höfn, 2) að hann búi við erfiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.