Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 41
LÆKNANEMINN S 7 skjóta uppbyggingu og faglegan þroslca íslenzkrar læknisfræði, svo og bætt skipulag læknisþjónustu, hefir beðið nokkurn hnekki, og ber þar margt til. Hæst ber áhugaleysi stéttarinnar sjálfrar, sem virðist seint ætla að gera sér ljóst, hvert vald hún hefur sameinuð í þjóðfé- laginu. Næsta örðugt virðist að samfylkja henni til markvissrar baráttu fyrir bættu skipulagi á þjónustu og hækkun á fræðilegum staðli. Þegar garnirnar gaula tekst að ná tímabundinni samstöðu um bætt kjör, en þegar maginn er fullur, er vindurinn úr flestum. Sumir eru jafnvel reiðubúnir til að rétt andstæðingum hjálp- arhönd, einkum komi nafnbæt- ur eða metorð fyrir, en fíkn til metorða er e. t. v. alvarleg- asta feyran í stéttinni. Þó hafa sézt þess nokkur merki á síðustu árum, að yngri læknar hafi sýnt stétt- arlega samstöðu og félagsþroska. Vonandi er, að sá vorboði reynist ekki svikabloti. Þá ber að minnast á hið opin- bera. Stjórnarkerfi landsins er í eðli sínu mjög þungt í vöfum, og hefðbundin tregða til að taka við nýjum hugmyndum og breytingum hindrar alls staðar öra framþróun eða breytingar. Þeim, sem vanir eru að taka skjótar ákvarðanir og fylgja þeim eftir, hættir því til að láta hugfallast gagnvart hinni seigu mótstöðu, sem allar tillögur mæta af hálfu opinberra að- ila. Loks má minna á það, a.ð endurskoðun menntunar ís- lenzkra stúdenta hefir dregizt mjög úr hömlu, og hefir flestöllum til- lögum um breytingar verið mætt með sömu tregðu og ríkir raunar í öllu stjórnarkerfinu. Höfundi fannst, þegar hann flutti þetta erindi, að hann hefði skapað sér nokkuð ákveðnar skoðanir um þarfir þjóðarinnar fyrir læknisþjónustu, bæði sér- fræðilega og almenna og líka hvernig menntun lækna yrði bezt hagað. Síðan hefir hann setið í nefnd til að endurskoða reglugerð um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa, og hefir sú nefnd skilað áliti til Háskóla fslands og mun álit Læknadeildar á því nú liggja fyrir heilbrigðismálaráð- herra til endanlegrar afgreiðslu. Ætla mætti, að störf í nefnd þess- ari hefðu gefið höfundi nokkra staðfestingu á skoðunum sínum um það, hvað koma skal og hvað koma á í menntun íslenzkra lækna. Þessu er þó ekki þannig varið, því að segja má, að skoðanir hans um sérfræðiþörf á íslandi og sér- menntun íslenzkra lækna, hafi aldrei verið reikulli en einmitt nú. Því verða hér aðeins lögð fram nokkur atriði til umhugsunar, og lesendur látnir um að mynda sér skoðanir sjálfir. Slíkt gæti ef til vill orðið vísir að umræðum milli læknastúdenta og lækna um fram- haldsmenntun almennt. Hér er rétt að koma því að, sem án efa er allra þýðingarmest, og það er, að menntun læknis á aldrei að vera lokið. Orðin að fullnuma sig og vera fullnuma eiga ekki heima í orðasafni lækna. Snúum okkur þá að menntun og sérmenntun lækna sérstaklega. Víðast mun læknanámi vera skipt í þrennt. Háskólanám skiptist í nám í svokölluðum undirstöðu- greinum læknisfræðinnar og nám í kliniskum greinum. Nám þetta tekur frá fimm og upp í sjö til átta ár eftir löndum. Að háskóla- prófi loknu fær læknaneminn tak- markað leyfi til að stunda lækning- ar undir handleiðslu. Sá tími, sem hér á Islandi er eitt ár, er í raun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.