Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 36

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 36
32 LÆKN ANEMINN Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Hérlendis þekkist hún líklega ekki í dag. Amfetamín hefur svipaða verk- un og kókaín. Misnotkun þess byrjaði að ráði eftir síðari heimsstyrjöldina, en það var eitt- hvað notað handa hermönnum, áður en þeir lögðu út í bardaga. Ávanamyndun í amfetamín er al- geng, en síður fíknmyndun. Þol myndast þó gegn lyfinu, en ekki koma fram fráhvarfseinkenni nema e. t. v. geðdeyfð. Eftir lang- varandi notkun sést geðveiki eins og eftir kókaín (3). Amfetamín hefur verið notað við ýmsa sjúkdóma, m. a. geð- deyfð og einnig sem megrunarlyf, en það dregur úr matarlyst. I dag er það aðeins talið eiga rétt á sér til meðferðar á tveim sjaldgæfum sjúkdómum, skyndisvefni fnarco- lepsia) og einni tegund af riðu- lömun (postencephalitiskum Parkinsonisma). Einnig er það notað við barbítúrsýrueitrun, og á björgunarbátum er það yfirleitt með í sjúkrakassanum (smbr. hermennina). Það ættu því að vera fáir sjúklingar, sem þurfa að nota þetta lyf að staðaldri, en notkun þess er í litlu samræmi við bað. Einkum er mikið selt af af- brigðinu dexamfetamíni, sem er nokkru sterkara en amfetamín. Sala þessara lyfja er að mínum dómi svartasti bletturinn á sölu ávanalyfja, því útgáfa bessara lyfseðla getur ekki verið neitt óviliaverk. Síðastliðið vor var bönnuð hér sala á fenmetralíni, sem hefur svipaða verkun og amfetamín. Það var mikið selt sem megrunarlyf og var bekktast undir sérlyfja- heitinu Preludin (,,prelli“). Það var misnotað óskaplega mikið, einkum af ungu fólki og var talið það lyf, sem mest var misnotað í Svíþjóð, meira en t. d. kannabis, sem var efst á listanum í Dan- mörku (5). Methylfenídat (Ritalin) hefur svipaða verkun og þessi lyf og hef- ur oft verið notað, eins og raunar amfetamínin, handa gömlu fólki, sem er gjarnt á að snúa við sólar- hringnum. Nú munu e. t. v. ein- hverjir telja slíka notkun réttlæt- anlega, en menn skyldu þá vera vissir um, að það séu ekki barna- börnin, sem nota lyfið (14). Efedrín er skylt adrenalíni og hefur verkun á taugar og slétta vöðva, en einnig örvandi verkun á miðtaugakerfið. Það hefur verið misnotað í vaxandi mæli, m. a. hérlendis. Koffein er einnig örvandi og hefur væga ávanamyndandi eigin- leika. Það veldur þó ekki vímu, og því er notkun þess talin hættu- laus og þykir reyndar meira en sjálfsögð. Neytandinn. Það er alkunna, að aðeins lítill hluti þeirra manna, sem nota áð- urtalin lyf, mun misnota þau. Hversu stór sá hópur er miðað við allan neytendahópinn, er raunar þýðingarmikið lyfjafræðilegt atriði, því það er mælikvarði á ávanahættu viðkomandi lyfs. Ef læknir hefði slíka vitneskju undir höndum, gæti hann af meira ör- yggi valið hin hættuminni lyf handa þeim sjúklingum, sem hann telur varasamasta. En það atriði er aftur á móti erfitt að mæla í tölum og hundraðshlutum. Ýmsir telja, að þrjú skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til að einhver maður byrji að misnota lyf: 1) að hann hafi gallaða geð- höfn, 2) að hann búi við erfiðar

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.